Stólaleikur, nema bara ef þú átt fullt af pening Björn Teitsson skrifar 8. desember 2021 12:00 Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á myndavefnum Instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum. Einstakir stólar frá 19. og 20. öld eru þar áberandi, hannaðir af mörgum frambærilegustu hönnuðum heims. Ísland er þar ekki einu sinni undanskilið, enda er hér á landi að finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hjalti Geir Kristjánsson, Halldór Hjálmarsson eða Gunnar H. Guðmundsson voru húsgagnahönnuðir á heimsmælikvarða um miðja 20. öldina, bara til að nefna fáein nöfn af mörgum. Sjálfur er ég mikill Bauhaus-maður, elska svo til allt sem var hannað og framleitt á þessu stutta skeiði milli stríða þá helst í Weimar og Dessau í Þýskalandi undir handleiðslu Walters Gropius. Vaggan hans Peters Keler, tekannan hennar Marianne Brandt eða lampinn hans Wilhelms Wagenfeld. Allur þessi textíll frá Önnu Albers og Guntu Stölzl. Guð minn almáttugur. En mest af öllu elska ég stólana, mest af öllu elska ég hönnun ungversk-þýsk-bandaríska Bauhaus-meistarans Marcels Breuer. Mest af öllu elska ég hinn einstaklega stílhreina Cesca-stól, þá klassísku blöndu af krómi og basti. En af hverju þessi takmarkalausa ást? Breuer-stóll.Holger Elgaard/Wikimedia Commons Breuer leit mikið upp til lærimeistara síns og skólameistara, Walters Gropius. Báðir höfðu þeir ákveðna fagurfræðilega heimssýn sem má útskýra sem einfalda, yfirlætislausa og auðmjúka. Enn fyrst og fremst voru þeir hugsjónamenn sem trúðu einlæglega á framtíðina og tæknina, að vísindi og tækni gætu hjálpað til við að koma góðri og vandaðri hönnun í hendur allrar alþýðu, að góð og falleg hönnun ætti að vera á færi allra til að nálgast. Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað. Vestanhafs náði fyrirtækið Knoll að sölsa undir sig höfundarrétti að hönnun Breuers, og í Evrópu gerði þýska fyrirtækið Thonet slíkt hið sama. Í dag kostar eitt stykki af Cesca-stól (sem er í grunninn afar venjulegur eldhússtóll) um 1000 evrur, eða jafnvirði um 150.000 íslenskra króna. Sett upp á sex stóla, rétt um milljón með sendingarkostnaði. Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn. Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á myndavefnum Instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum. Einstakir stólar frá 19. og 20. öld eru þar áberandi, hannaðir af mörgum frambærilegustu hönnuðum heims. Ísland er þar ekki einu sinni undanskilið, enda er hér á landi að finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hjalti Geir Kristjánsson, Halldór Hjálmarsson eða Gunnar H. Guðmundsson voru húsgagnahönnuðir á heimsmælikvarða um miðja 20. öldina, bara til að nefna fáein nöfn af mörgum. Sjálfur er ég mikill Bauhaus-maður, elska svo til allt sem var hannað og framleitt á þessu stutta skeiði milli stríða þá helst í Weimar og Dessau í Þýskalandi undir handleiðslu Walters Gropius. Vaggan hans Peters Keler, tekannan hennar Marianne Brandt eða lampinn hans Wilhelms Wagenfeld. Allur þessi textíll frá Önnu Albers og Guntu Stölzl. Guð minn almáttugur. En mest af öllu elska ég stólana, mest af öllu elska ég hönnun ungversk-þýsk-bandaríska Bauhaus-meistarans Marcels Breuer. Mest af öllu elska ég hinn einstaklega stílhreina Cesca-stól, þá klassísku blöndu af krómi og basti. En af hverju þessi takmarkalausa ást? Breuer-stóll.Holger Elgaard/Wikimedia Commons Breuer leit mikið upp til lærimeistara síns og skólameistara, Walters Gropius. Báðir höfðu þeir ákveðna fagurfræðilega heimssýn sem má útskýra sem einfalda, yfirlætislausa og auðmjúka. Enn fyrst og fremst voru þeir hugsjónamenn sem trúðu einlæglega á framtíðina og tæknina, að vísindi og tækni gætu hjálpað til við að koma góðri og vandaðri hönnun í hendur allrar alþýðu, að góð og falleg hönnun ætti að vera á færi allra til að nálgast. Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað. Vestanhafs náði fyrirtækið Knoll að sölsa undir sig höfundarrétti að hönnun Breuers, og í Evrópu gerði þýska fyrirtækið Thonet slíkt hið sama. Í dag kostar eitt stykki af Cesca-stól (sem er í grunninn afar venjulegur eldhússtóll) um 1000 evrur, eða jafnvirði um 150.000 íslenskra króna. Sett upp á sex stóla, rétt um milljón með sendingarkostnaði. Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn. Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota.
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun