Handbolti

Naumt hjá Þjóð­verjum | Dan­mörk með stór­sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var hart barist í leik Ungverjalands og Þýskalands.
Það var hart barist í leik Ungverjalands og Þýskalands. PressFocus/MB Media/Getty Images

Öllum átta leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta er nú lokið. Ljóst er hvaða lið fara áfram í milliriðla úr E-,F-, G- og H.riðli. Á meðan Danmörk vann stórsigur á Suður-Kórea vann Þýskaland nauman sigur á Ungverjalandi.

Í E-riðli var toppsætið undir er Þýskaland og Ungverjaland mættust. Fór það svo að Þýskaland vann með minnsta mun eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik, lokatölur 25-24. Meike Schmelzer og Julia Maidhof voru markahæstar í lið Þýskalands með fimm mörk hvor.

Þýskaland vann riðilinn með fullt hús stiga, þar á eftir kemur Ungverjaland með fjögur stig og Tékkland með tvö stig. Slóvakía rekur lestina án stiga.

Í F-riðli var toppsætið einnig undir er Danmörk mætti S-Kóreu. Leikurinn var aldrei spennandi en Danir unnu öruggan 12 marka sigur, lokatölur 35-23. Rikke Iversen var markahæst í danska liðinu með sex mörk.

Danmörk vinnur riðilinn með fullt hús stiga. S-Kórea kemur þar á eftir með 4 stig og Kongó komst í milliriðilinn með því að vinna Túnis fyrr í dag.

Í G-riðli mætust Japan og Króatía í baráttu um 2. sæti riðilsins. Leikurinn var jafn 14-14 í hálfleik en það fór svo að Japan vann tveggja marka sigur, lokatölur 28-26. 

Japan endar því í 2. sæti á eftir Brasilíu sem var með fullt hús stiga. Króatía fer einnig í milliriðil en verður án stiga eftir tap dagsins.

Í H-riðli vann Spánn öruggan sigur á Austurríki og fer því í milliriðil með fullt hús stiga, lokatölur 31-19. 

Argentína endar í 2. sæti með fjögur stig og Austurríki í 3. sæti með tvö stig eftir að hafa unnið Kína sem tapaði öllum sínum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×