Körfubolti

Geitungarnir stungu Ernina og sjö­tti sigur Hou­­ston í röð sendi New Or­­leans á botninn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kelly Oubre steig upp í fjarveru LaMelo Ball.
Kelly Oubre steig upp í fjarveru LaMelo Ball. Stacy Revere/Getty Images

Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Charlotte Hornets vann þriggja stiga sigur á Atlanta Hawks, Houston Rockets lagði New Orleans Pelicans og Toronto Raptors vann öruggan sigur á Washington Wizards.

Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127.

Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar.

Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð.

Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni.

Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90.

Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×