Handbolti

Aron Rafn fær að standa í marki Hauka í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Rafn verður í marki Hauka í dag.
Aron Rafn verður í marki Hauka í dag. Vísir/Vilhelm

Haukar taka á móti rúmenska liðinu Focsani í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta í dag. Aron Rafn Eðvarsson, markvörður liðsins, fær að standa vaktina í markinu eftir að hafa verið rekinn úr húsi í fyrri leik liðanna.

Eftir að hafa skellt hurð of harkalega að mati dómara leiksins var Aron Rafn rekinn af velli í Rúmeníu. Hann missti því af síðari hálfleiknum. 

Haukar brugðust við með því að senda EHF, handknattleikssambandi Evrópu, ítarlega greinargerð um málið og óskuðu eftir að leikbann Arons Rafns yrði fellt niður.

Sem var gert eftir að EHF fór yfir málið.

Í samtali við Handbolta.is staðfesti Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, tíðindin. Aron Rafn verður því í rammanum er Haukar reyna að snúa við taflinu eftir tveggja marka tap í Rúmeníu.

Leikur dagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×