Bataferli fjölmargra skjólstæðinga Hugarafls er í húfi Sævar Þór Jónsson skrifar 1. desember 2021 15:31 Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Félagsmál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun