Lífið

Öll fjölskyldan greindist með Covid

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Leikkonan Keira Knightley lifir sínu lífi fyrir utan samfélagsmiðla og er hvorki á Instagram né Facebook.
Leikkonan Keira Knightley lifir sínu lífi fyrir utan samfélagsmiðla og er hvorki á Instagram né Facebook. Getty/ Gareth Cattermole

Leikkonan Keira Knightly sagði frá því í viðtali við The Telegraph að hún er nú að jafna sig eftir að smitast af kórónaveirunni. Hún er töluvert veik og liður illa.

James Righton eiginmaður hennar smitaðist einnig en er án einkenna. Dætur þeirra Edie sex ára og Delilah tveggja ára greindust einnig með Covid-19 en eru að jafna sig hraðar Knightley.

Í viðtalinu sagði leikkonan að eiginmaðurinn væri góður með sig og með stæla yfir því að hún væri með einkenni en ekki hann.

„Hann er sannfærður um að þetta sé af því að hann er einn af þeim sem syndir í köldu vatni en ég ekki.“

Keira Knightley ásamt fjölskyldunni. Myndin var tekin á síðasta ári.Getty/Neil Mockford

Knightley átti að leika í Apple+ þáttunum The Essex Serpent en dró sig út úr verkefninu vegna fjölskylduaðstæðna þegar heimsfaraldurinn skall á. Nýjasta kvikmynd hennar, Silent Night verður frumsýnd 3. desember. Með henni í myndinni leikur Lily-Rose Depp. 

Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.