Patrekur Jóhannesson: Við vorum ekkert að spila nægilega vel Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 28. nóvember 2021 20:22 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar var þungt hugsi yfir spilamennsku sinna manna í kvöld Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með stigið sem Stjörnumenn sóttu á móti Fram eftir að hafa verið undir svo gott sem allan leikinn. Stjörnumenn voru ekki sannfærandi bróðurpart leiksins og leit ekki út fyrir að þeir myndu koma sér inn í leikinn. Kraftaverkið gerðist á 59. mínútur þegar að Stjörnumenn náðu loks að jafna og lokatölur 31-31. „Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15