Gjörgæsla í gjörgæslu Aníta Aagestad og Anna María Leifsdóttir skrifa 28. nóvember 2021 11:00 Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun