Innlent

Viðmiðum um biðtíma eftir aðgerðum aðeins náð í fjórum aðgerðaflokkum af átján

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða töluvert lengur eftir að komast í aðgerð en viðmið landlæknis gera ráð fyrir.
Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða töluvert lengur eftir að komast í aðgerð en viðmið landlæknis gera ráð fyrir.

Samkvæmt viðmiðum Embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerðum eiga 80 prósent sjúklinga að komast í aðgerð innan 90 daga. Þessum viðmiðum er aðeins náð í fjórum aðgerðaflokkum af átján.

Þetta kemur fram í samantekt embættisins á stöðu biðlista í aðgerðir fyrir haustið 2021.

Enginn sjúklingur þarf að bíða lengur en þrjá mánuði til að komast í kransæðaaðgerð en 4 prósent þeirra sem bíða úrnáms hluta brjósts og 9 prósent þeirra sem bíða eftir að komast í hjarta- og/eða kransæðamyndatöku bíða lengur en þrjá mánuði.

Sama á við um 18 prósent þeirra sem bíða eftir að komast í aðgerð á blöðruhálskirtli.

Mun fleiri bíða lengur eftir öðrum aðgerðum; 50 prósent bíða lengur en 90 daga eftir að komast í aðgerð á hjartalokum og 91 prósent eftir að komast í brennsluaðgerð á hjarta. Þá bíða 92 prósent lengur en 90 daga eftir að komast í aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.