Trompaðist eftir að LeBron James sló hann til blóðs Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 07:31 Isaiah Stewart var í hefndarhug eftir höggið frá LeBron James. Báðir voru reknir af velli. AP/Nic Antaya LeBron James var rekinn út úr húsi eftir að hafa slegið andstæðing til blóðs í sigri Los Angeles Lakers á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. James og Isaiah Stewart börðust um frákast eftir vítaskot þegar skammt var liðið á 3. leikhluta, og Lakers tólf stigum undir, 79-67. Eins og sjá má hér að neðan sló James hendi í höfuð Stewarts sem brást illur við, sérstaklega þegar blóð byrjaði að leka niður andlit hans. Stewart reyndi að ná til James og ítrekað þurfti að stöðva þær tilraunir hans áður en honum var vísað úr húsi rétt eins og James. The Lakers and Pistons had to be separated multiple times after this play between LeBron and Isaiah Stewart. pic.twitter.com/im0o7fXeoI— SportsCenter (@SportsCenter) November 22, 2021 Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn 36 ára gamli James er rekinn af velli á 19 ára löngum ferli. Hann var einnig rekinn af velli í nóvember árið 2017, í leik gegn Miami Heat. James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn en Anthony Davis tók til varna fyrir hann: „Allir í deildinni vita að LeBron er ekki leikmaður sem beitir bellibrögðum. Um leið og hann fann að hann hefði slegið hann [Stewart] horfði hann á hann og sagði: „Ó, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að gera þetta.““ Það á eftir að skýrast hvort og hvernig leikmönnunum tveimur verður refsað með leikbanni en James á á hættu að missa af ferð Lakers í Madison Square Garden þar sem liðið mætir New York Knicks annað kvöld. Davis og Russell Westbrook sáu hins vegar til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum gegn Detroit sem lauk með 121-116 sigri Lakers. Davis skoraði 30 stig og tók 10 fráköst, og Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
James og Isaiah Stewart börðust um frákast eftir vítaskot þegar skammt var liðið á 3. leikhluta, og Lakers tólf stigum undir, 79-67. Eins og sjá má hér að neðan sló James hendi í höfuð Stewarts sem brást illur við, sérstaklega þegar blóð byrjaði að leka niður andlit hans. Stewart reyndi að ná til James og ítrekað þurfti að stöðva þær tilraunir hans áður en honum var vísað úr húsi rétt eins og James. The Lakers and Pistons had to be separated multiple times after this play between LeBron and Isaiah Stewart. pic.twitter.com/im0o7fXeoI— SportsCenter (@SportsCenter) November 22, 2021 Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn 36 ára gamli James er rekinn af velli á 19 ára löngum ferli. Hann var einnig rekinn af velli í nóvember árið 2017, í leik gegn Miami Heat. James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn en Anthony Davis tók til varna fyrir hann: „Allir í deildinni vita að LeBron er ekki leikmaður sem beitir bellibrögðum. Um leið og hann fann að hann hefði slegið hann [Stewart] horfði hann á hann og sagði: „Ó, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að gera þetta.““ Það á eftir að skýrast hvort og hvernig leikmönnunum tveimur verður refsað með leikbanni en James á á hættu að missa af ferð Lakers í Madison Square Garden þar sem liðið mætir New York Knicks annað kvöld. Davis og Russell Westbrook sáu hins vegar til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum gegn Detroit sem lauk með 121-116 sigri Lakers. Davis skoraði 30 stig og tók 10 fráköst, og Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto
Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira