Handbolti

Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkra­húsi: „Er tal­fær og allt í lagi með hann“

Runólfur Trausti Þórhallsson og Andri Már Eggertsson skrifa
Sigurjón Friðbjörn og Rakel Dögg ræða við leikmenn sína fyrr í vetur.
Sigurjón Friðbjörn og Rakel Dögg ræða við leikmenn sína fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar.

Stjarnan tók á móti Fram í hörkuleik í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Um miðbik fyrri hálfleiks leið yfir Sigurjón Friðbjörn, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, á hliðarlínunni. 

Hann rankaði þó fljótlega við sér og sat meðal fólks í stúkunni áður en hann fór með sjúkrabíl upp á sjúkrahús að leik loknum. Þar gekkst hann undir rannsóknir til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi, sem það og var.

Fór það svo að Fram vann leikinn með eins marks mun, 26-25. Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, baðst undan viðtali að leik loknum enda enn að jafna sig eftir leikinn og atburðinn sem átti sér stað í fyrri hálfleik.

Vísir ræddi við aðila nátengdan Stjörnuliðinu sem staðfesti að Sigurjón Friðbjörn hefði farið upp á spítala til að gangast undir próf, að hann væri talfær.

„Það leið bara yfir hann.“ 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Sigurjón Friðbjörn er öllu jafna einkar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Hulda MargrétFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.