Þó Íslandsmeistararnir hafi á endanum unnið leikinn nokkuð þægilega var byrjunin ekki nægilega góð, lokatölur 110-81.
„Við komum heldur flatir út í þennan leik og mér fannst Þórsarar spila mjög vel framan af leik og þeir voru að setja öll sín skot niður en við komum vel inn í þriðja leikhluta,“ byrjaði Lárus að segja eftir leik.
„Þetta var eiginlega þriggja mínútna kafli í þriðja leikhluta sem gerði út um leikinn og voru Daniel, Davíð og Ragnar allir í lykilhlutverki þar.“
Þrátt fyrir sigurinn var Lárus ekki ánægður með heildar spilamennsku liðsins.
„Við vorum flottur í seinni hálfleiknum en í heildina vorum við kannski frekar afslappaðir og við verðum að passa okkur á því að það gerist ekki aftur,“ endaði Lárus á að segja.