Örugg í vinnunni – örugg heim Drífa Snædal skrifar 19. nóvember 2021 14:30 Í dag heldur Vinnueftirlitið upp á 40 ára afmæli sitt og óska ég starfsfólki stofnunarinnar og öllu vinnandi fólki til hamingju með daginn. Vinnueftirlitið var stofnað af mikilli framsýni og í kjölfar kjarasamninga sem lögðu áherslu á öryggi vinnunnar í bland við aukinn kaupmátt. Örfáum árum áður hafði verið sett reglugerð um húsnæði vinnustaða þar sem í fyrsta sinn var fjallað með skipulögðum hætti um hvernig vinnurýmum ætti að vera háttað, þar á meðal um kaffi- og matstofur. Það var nefnilega hvorki sjálfsagt að fólk gæti tekið hvíldarhlé í mannsæmandi umhverfi né að það nyti eðlilegs öryggis við vinnu sína. Á upphafsárum Vinnueftirlitsins voru mikil átök um starfssvið þess. Hvaða verkefni það ætti að fást við og hvenær það væri að seilast inn á verksvið annarra stofnana og félagasamtaka. Síðan hefur eftirlitið fest sig í sessi og fengið sífellt viðameiri hlutverk, eftir því sem þekking á vinnuaðstæðum eykst, vinnumarkaðurinn verður fjölbreyttari og auknar kröfur eru gerðar til öryggis og vellíðunar. Öryggi í dag felst ekki bara í fallvörnum og stálskóm, þótt slík öryggisatriði megi aldrei vanmeta heldur ekki síður í sálfélagslegu öryggi. Að þér líði vel í vinnunni og verðir ekki fyrir áreitni, einelti eða ofbeldi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á þetta og auðvitað á hún að ganga undan með góðu fordæmi á sínum eigin vinnustöðum, innan stéttarfélaga og heildarsamtaka. Það er mitt mat að verkefni vinnueftirlitsins þurfa að njóta aukins stuðnings pólitískt og í gegnum fjárveitingar. Öryggi í heimi vinnunnar er stórpólitískt lýðheilsumál enda verjum við flest miklum hluta ævinnar við vinnu. Og það er kynjamál líka. Ekki bara af því að konur eru síður öruggar fyrir áreitni á vinnustöðum heldur er vinnumarkaðurinn afar kynjaður og örorkutölur sýna að stórar starfsstéttir kvenna eru þess eðlis að þær endast ekki heila starfsævi vegna álags. Umönnun og líkamleg og andleg þjónusta er þar helsti áhrifavaldurinn. Við höfum náð að saxa á áður hræðilegar tölur um slys og dauðsföll við vinnu, sem ekki síst voru á sjó og í byggingariðnaði. Á meðan við stöndum vörð um þann árangur og gerum enn betur, þá er löngu tímabært að takast líka á við sálfélagslegu þættina og andlega álagið. Góða helgi,Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnuslys Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag heldur Vinnueftirlitið upp á 40 ára afmæli sitt og óska ég starfsfólki stofnunarinnar og öllu vinnandi fólki til hamingju með daginn. Vinnueftirlitið var stofnað af mikilli framsýni og í kjölfar kjarasamninga sem lögðu áherslu á öryggi vinnunnar í bland við aukinn kaupmátt. Örfáum árum áður hafði verið sett reglugerð um húsnæði vinnustaða þar sem í fyrsta sinn var fjallað með skipulögðum hætti um hvernig vinnurýmum ætti að vera háttað, þar á meðal um kaffi- og matstofur. Það var nefnilega hvorki sjálfsagt að fólk gæti tekið hvíldarhlé í mannsæmandi umhverfi né að það nyti eðlilegs öryggis við vinnu sína. Á upphafsárum Vinnueftirlitsins voru mikil átök um starfssvið þess. Hvaða verkefni það ætti að fást við og hvenær það væri að seilast inn á verksvið annarra stofnana og félagasamtaka. Síðan hefur eftirlitið fest sig í sessi og fengið sífellt viðameiri hlutverk, eftir því sem þekking á vinnuaðstæðum eykst, vinnumarkaðurinn verður fjölbreyttari og auknar kröfur eru gerðar til öryggis og vellíðunar. Öryggi í dag felst ekki bara í fallvörnum og stálskóm, þótt slík öryggisatriði megi aldrei vanmeta heldur ekki síður í sálfélagslegu öryggi. Að þér líði vel í vinnunni og verðir ekki fyrir áreitni, einelti eða ofbeldi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á þetta og auðvitað á hún að ganga undan með góðu fordæmi á sínum eigin vinnustöðum, innan stéttarfélaga og heildarsamtaka. Það er mitt mat að verkefni vinnueftirlitsins þurfa að njóta aukins stuðnings pólitískt og í gegnum fjárveitingar. Öryggi í heimi vinnunnar er stórpólitískt lýðheilsumál enda verjum við flest miklum hluta ævinnar við vinnu. Og það er kynjamál líka. Ekki bara af því að konur eru síður öruggar fyrir áreitni á vinnustöðum heldur er vinnumarkaðurinn afar kynjaður og örorkutölur sýna að stórar starfsstéttir kvenna eru þess eðlis að þær endast ekki heila starfsævi vegna álags. Umönnun og líkamleg og andleg þjónusta er þar helsti áhrifavaldurinn. Við höfum náð að saxa á áður hræðilegar tölur um slys og dauðsföll við vinnu, sem ekki síst voru á sjó og í byggingariðnaði. Á meðan við stöndum vörð um þann árangur og gerum enn betur, þá er löngu tímabært að takast líka á við sálfélagslegu þættina og andlega álagið. Góða helgi,Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun