Tillögu um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur vísað til velferðarráðs Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2021 22:07 Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur til velferðarráðs. Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að athvarfið yrði sambærilegt því sem komið var á í Skipholti sem neyðarhúsnæði vegna Covid-19. Því hefur verið lokað. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ég fagna því auðvitað að meirihlutinn í borgarstjórn hafi ekki fellt málið heldur vísað því til meðferðar Velferðarráðs, hvar ég á sæti. Þó ekki sé um fullnaðarsigur að ræða þá er fyrsta orrustan unnin og ég mun fylgja málinu fast eftir í velferðarráði, enda þolir það enga bið eðli málsins samkvæmt,“ er haft eftir Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og flytjanda tillögunnar í áðurnefndri tilkynningu. Ragnhildur segir þennan hóp kvenna hafa beðið eftir úrræðinu og þær séu á götunni í kuldanum sem fylgi þessum árstíma. Ragnhildur segist bjartsýn á að unnið verði úr tillögunni eins og Sjálfstæðismenn hafi lagt upp með en það muni taka lengri tíma en hún vonaðist til. „Neyðarhúsið í Skipholti hafði þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting. Þar voru konur með sitt eigið herbergi þar sem öryggi þeirra var tryggt og þær gátu haft eigur sínar í friði. Þá höfðu þær einnig sér baðherbergi. Neyðarhúsið var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær ráðstöfuðu degi sínum en ella,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þar segir einnig að aðsókn í úrræðið hafi verið mikil og það hafi verið upplifun starfsfólk að fyrirkomulagið reyndist þeim sem notuðu sér þjónustuna betur en hefðbundið neyðarskýli. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að athvarfið yrði sambærilegt því sem komið var á í Skipholti sem neyðarhúsnæði vegna Covid-19. Því hefur verið lokað. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ég fagna því auðvitað að meirihlutinn í borgarstjórn hafi ekki fellt málið heldur vísað því til meðferðar Velferðarráðs, hvar ég á sæti. Þó ekki sé um fullnaðarsigur að ræða þá er fyrsta orrustan unnin og ég mun fylgja málinu fast eftir í velferðarráði, enda þolir það enga bið eðli málsins samkvæmt,“ er haft eftir Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og flytjanda tillögunnar í áðurnefndri tilkynningu. Ragnhildur segir þennan hóp kvenna hafa beðið eftir úrræðinu og þær séu á götunni í kuldanum sem fylgi þessum árstíma. Ragnhildur segist bjartsýn á að unnið verði úr tillögunni eins og Sjálfstæðismenn hafi lagt upp með en það muni taka lengri tíma en hún vonaðist til. „Neyðarhúsið í Skipholti hafði þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting. Þar voru konur með sitt eigið herbergi þar sem öryggi þeirra var tryggt og þær gátu haft eigur sínar í friði. Þá höfðu þær einnig sér baðherbergi. Neyðarhúsið var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær ráðstöfuðu degi sínum en ella,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þar segir einnig að aðsókn í úrræðið hafi verið mikil og það hafi verið upplifun starfsfólk að fyrirkomulagið reyndist þeim sem notuðu sér þjónustuna betur en hefðbundið neyðarskýli.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira