Hinn langþráði stjórnarsáttmáli Guðjón Sigurbjartsson skrifar 13. nóvember 2021 16:00 Mörg stór og mikilvæg mál bíða þess að á þeim verði tekið af djörfung og dug. Vonandi hinir þjóðlegu íhaldsflokkarnir sem nú vinna að stjórnarsáttmála sig á og gerast framfarasinnaðir og alþjóðlegir því mikið liggur við fyrir þjóðina. Hér eru nokkur sem spennandi er að sjá hvort og þá hvernig tekið verður á í sáttmálanum. Loftlagsmál Til að verða kolefnishlutlaus þurfum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) eða binda um 15 milljón tonn (MT) á ári. Fljótvirkustu og hagkvæmustu leiðirnar eru: Endurheimta þarf ónotað votlendi. Þurrkað votlendi losar um 2/3 af losun Íslands eða um 9 MT. Aðeins um 15% af þurrkuðum mýrum eru notaðar. Þó kosta þurfi einhverju til þá er þetta langódýrasta og áhrifaríkasta aðgerðin sem við getum gripið til. Stöðva þarf lausa göngu búfjár. Beitin dregur úr gróðurþekju landsins og minnir góður bindur minna af GHL. Ódýr og góð leið sem líka eykur skjól og fegrar landið. Græðum landið með skógrækt, lúpínu og fleiri leiðum. Ódýrast og áhrifaríkast af þessu er að sá lúpínu. Allt bindur þetta GHL, myndar skjól og fegrar landið. Að sjálfsögðu halda áfram orkuskipum í samgöngum og iðnaði sem reyndar er á dagskránni. Orkumál Opna á möguleikana á stórum vindmyllugörðum á heppilegum stöðum á landinu. Vindorkan er græn og hagkvæm fyrir landið. Þetta getur orðið ný undirstaða undir velmengun landsmanna og dregið úr notkun kola til raforkuframleiðslu annars staðar á hnettinum. Opna á möguleikann á raforkusæstreng til Færeyja og Skotlands, án verulegrar áhættu fyrir ríkissjóð. Það mun nýta okkar orkukerfi betur, stórauka verðmæti okkar orkuauðlinda og gera okkar grænu orku að markaðsvöru í Evrópu, sem draga mun úr notkun mengandi orku þar. Heilbrigðismál Stórbæta heilbrigðisþjónustu með því að fela Sjúkratryggingum (ættu að heita Heilsutryggingar) að semja við einkasjúkrahús á tilteknum sviðum svo sem varðandi liðskiptiaðgerðir. Samkeppni örfar allt kerfið til dáða. Tökum upp viðbótar heilsutryggingar eins og gert hefur verið í Danmörk, Svíþjóð og víðar. Fyrirkomulagið er svipað og varðandi viðbótar lífeyrissparnað. Semja þarf um þetta í næstu kjarasamningum með aðkomu stjórnvalda, sem þurfa að aðlaga skattkerfið. Viðbótar tryggingar tryggja fólki betri fyrirbyggjandi heilsuvernd, styttri bið eftir valkvæðum aðgerðum og fleira. Meira fé kemur í kerfið, það verður skilvirkara og allir fá betri heilbrigðisþjónustu. Landbúnaður Bætum afkomu bænda, lækkum matarútgjöld neytenda með eftirfarandi aðgerðum: Tökum upp grunnstuðning (hærri beingreiðslur) til allra virkra bænda þannig að svari til launa í sambærilegum störfum. Þessi greiðsla verði óháð því hvaða atvinnugrein innan landbúnaðar þeir stunda. Á sama tíma fella niður aðrar stuðningsgreiðslur með tilteknum búgreinum nema í sérstökum tilfellum. Bændum verður frjálst að framleiða það sem þeim hentar og gefur best í aðra hönd. Til viðbótar þarf að umbunum bændum fyrir tiltekin verk svo sem að landgræðslu með lúpínu, skógrækt, endurheimt votlendis, lífræna ræktun og fleira. Fellum á móti niður tolla og vörugjöld á matvæli. Það lækkar matarútgjöld á mann um nálægt 150.000kr. á ári, sem gerir 450.000 kr. á 3ja manna fjölskyldu á ári og kemur ferðaþjónustunni um allt land vel. Hálendið Hálendið verði í raun sameign þjóðarinnar. Skipulag þess og nýtingar verði í þágu almennings í öllu landinu. Skipulagðir verði uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Þeir stytta vegalengdir milli landshluta og opna almenningi aðgang að því. Þeir eru hagkvæmir í PPP framkvæmd þannig að þetta þarf ekki að kosta skattgreiðendur mikið. Þeir auka upplifun ferðamanna og auðvelda þróun ferðaþjónustunnar út um land. Uppfærum aðferðir við ákvarðanatöku varðandi virkjanakosti og tengt kerfi, þannig að eðlilegar niðurstöður fáist á eðlilegum tíma, jafnan í almannahag. Gerum ráð fyrir nokkrum vindmyllugörðum á völdum atviknum stöðum á hálendinu og jafnvel einhverjum vatnsaflsvirkjunum, þó þannig að sem minnst umhverfisáhrif verði. Húsnæðismál Komum lagi á húsnæðismarkaðinn með betri fjármögnun þannig að framboð batni, kostnaðarverð íbúða lækki og dragi úr verðbólumyndun vegna skorts á húsnæði. Margt bendir til þess að það megi gera með bættri fjármögnun byggingariðnaðarins með aðkomu lífeyrissjóða. Að lokum Fleira mætti nefna. Það verður áhugavert að sjá hversu langt væntanleg ríkisstjórn kemst með þessi brýnu verkefni á næstu fjórum árum. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Heilbrigðismál Landbúnaður Húsnæðismál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Mörg stór og mikilvæg mál bíða þess að á þeim verði tekið af djörfung og dug. Vonandi hinir þjóðlegu íhaldsflokkarnir sem nú vinna að stjórnarsáttmála sig á og gerast framfarasinnaðir og alþjóðlegir því mikið liggur við fyrir þjóðina. Hér eru nokkur sem spennandi er að sjá hvort og þá hvernig tekið verður á í sáttmálanum. Loftlagsmál Til að verða kolefnishlutlaus þurfum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) eða binda um 15 milljón tonn (MT) á ári. Fljótvirkustu og hagkvæmustu leiðirnar eru: Endurheimta þarf ónotað votlendi. Þurrkað votlendi losar um 2/3 af losun Íslands eða um 9 MT. Aðeins um 15% af þurrkuðum mýrum eru notaðar. Þó kosta þurfi einhverju til þá er þetta langódýrasta og áhrifaríkasta aðgerðin sem við getum gripið til. Stöðva þarf lausa göngu búfjár. Beitin dregur úr gróðurþekju landsins og minnir góður bindur minna af GHL. Ódýr og góð leið sem líka eykur skjól og fegrar landið. Græðum landið með skógrækt, lúpínu og fleiri leiðum. Ódýrast og áhrifaríkast af þessu er að sá lúpínu. Allt bindur þetta GHL, myndar skjól og fegrar landið. Að sjálfsögðu halda áfram orkuskipum í samgöngum og iðnaði sem reyndar er á dagskránni. Orkumál Opna á möguleikana á stórum vindmyllugörðum á heppilegum stöðum á landinu. Vindorkan er græn og hagkvæm fyrir landið. Þetta getur orðið ný undirstaða undir velmengun landsmanna og dregið úr notkun kola til raforkuframleiðslu annars staðar á hnettinum. Opna á möguleikann á raforkusæstreng til Færeyja og Skotlands, án verulegrar áhættu fyrir ríkissjóð. Það mun nýta okkar orkukerfi betur, stórauka verðmæti okkar orkuauðlinda og gera okkar grænu orku að markaðsvöru í Evrópu, sem draga mun úr notkun mengandi orku þar. Heilbrigðismál Stórbæta heilbrigðisþjónustu með því að fela Sjúkratryggingum (ættu að heita Heilsutryggingar) að semja við einkasjúkrahús á tilteknum sviðum svo sem varðandi liðskiptiaðgerðir. Samkeppni örfar allt kerfið til dáða. Tökum upp viðbótar heilsutryggingar eins og gert hefur verið í Danmörk, Svíþjóð og víðar. Fyrirkomulagið er svipað og varðandi viðbótar lífeyrissparnað. Semja þarf um þetta í næstu kjarasamningum með aðkomu stjórnvalda, sem þurfa að aðlaga skattkerfið. Viðbótar tryggingar tryggja fólki betri fyrirbyggjandi heilsuvernd, styttri bið eftir valkvæðum aðgerðum og fleira. Meira fé kemur í kerfið, það verður skilvirkara og allir fá betri heilbrigðisþjónustu. Landbúnaður Bætum afkomu bænda, lækkum matarútgjöld neytenda með eftirfarandi aðgerðum: Tökum upp grunnstuðning (hærri beingreiðslur) til allra virkra bænda þannig að svari til launa í sambærilegum störfum. Þessi greiðsla verði óháð því hvaða atvinnugrein innan landbúnaðar þeir stunda. Á sama tíma fella niður aðrar stuðningsgreiðslur með tilteknum búgreinum nema í sérstökum tilfellum. Bændum verður frjálst að framleiða það sem þeim hentar og gefur best í aðra hönd. Til viðbótar þarf að umbunum bændum fyrir tiltekin verk svo sem að landgræðslu með lúpínu, skógrækt, endurheimt votlendis, lífræna ræktun og fleira. Fellum á móti niður tolla og vörugjöld á matvæli. Það lækkar matarútgjöld á mann um nálægt 150.000kr. á ári, sem gerir 450.000 kr. á 3ja manna fjölskyldu á ári og kemur ferðaþjónustunni um allt land vel. Hálendið Hálendið verði í raun sameign þjóðarinnar. Skipulag þess og nýtingar verði í þágu almennings í öllu landinu. Skipulagðir verði uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Þeir stytta vegalengdir milli landshluta og opna almenningi aðgang að því. Þeir eru hagkvæmir í PPP framkvæmd þannig að þetta þarf ekki að kosta skattgreiðendur mikið. Þeir auka upplifun ferðamanna og auðvelda þróun ferðaþjónustunnar út um land. Uppfærum aðferðir við ákvarðanatöku varðandi virkjanakosti og tengt kerfi, þannig að eðlilegar niðurstöður fáist á eðlilegum tíma, jafnan í almannahag. Gerum ráð fyrir nokkrum vindmyllugörðum á völdum atviknum stöðum á hálendinu og jafnvel einhverjum vatnsaflsvirkjunum, þó þannig að sem minnst umhverfisáhrif verði. Húsnæðismál Komum lagi á húsnæðismarkaðinn með betri fjármögnun þannig að framboð batni, kostnaðarverð íbúða lækki og dragi úr verðbólumyndun vegna skorts á húsnæði. Margt bendir til þess að það megi gera með bættri fjármögnun byggingariðnaðarins með aðkomu lífeyrissjóða. Að lokum Fleira mætti nefna. Það verður áhugavert að sjá hversu langt væntanleg ríkisstjórn kemst með þessi brýnu verkefni á næstu fjórum árum. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun