Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 22:43 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, va eðlilega kampakátur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok. Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18