Handbolti

Aron Kristjáns­son: „Það er auð­velt að lenda í vand­ræðum“

Þorsteinn Hjálmsson skrifar
Aron Kristjánsson er alltaf líflegur á hliðarlínunni.
Aron Kristjánsson er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét

Í kvöld sigruðu Haukar Víking í Víkinni með ellefu marka mun, 20-31 í sjöundu umferð Olís-deildar karla. Tilla Haukar sér á topp deildarinnar um stundar sakir eftir að Stjarnan tapaði fyrr í kvöld gegn Gróttu.

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sínir menn klára verkefnið í kvöld vel.

„Mér fannst við bara gera þetta vel. Náðum ágætis forskoti í byrjun. Það þurfti svolítið einbeitingu varnarlega og halda vinnusemi. Við gerðum það mest allan leikinn og sóknarleikurinn var líka fínn. Nokkrir að spila mjög vel. Það var gott að vinna þetta stórt.“

Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka kom aðeins inn á völlinn í dag til að taka víti. Skoraði hann úr öllum fimm vítum sínum. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka útskýrði fjarveru hans eftir leik.

„Hann er með einhver smá meiðsli og var bara í þessu hlutverki í dag.“

Haukar hafa nú sigrað þrjú neðstu lið deildarinnar í röð.

„Jú það er mikilvægt. Það er auðvelt að lenda í vandræðum gegn þessum liðum og margir sem hafa gert það, sérstaklega á móti Gróttu. Þannig að þetta er bara fín einbeiting. Ég er ánægður með strákana með að klára þessa leiki vel, svona frekar sannfærandi. Nú er hins vegar að koma mjög spennandi tími hjá okkur. Við erum að vonast eftir að fá einhverja leikmenn til baka úr meiðslum. Það er allavega mjög skemmtilegur tími núna fram að jólum.“

Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka hlakkar til næsta leik liðsins sem verður gegn ÍBV.

„Mjög vel, hörku lið og alltaf hörku slagir á móti þeim. Það verður erfitt en skemmtilegt verkefni.“


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×