Lífið

Myndi frekar láta skera af sér höndina en hætta að stunda BDSM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnús var með þeim fyrstu sem steig fram með BDSM-hneigð hér á landi.
Magnús var með þeim fyrstu sem steig fram með BDSM-hneigð hér á landi.

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í síðasta þætti kynnti Ingileif sér BDSM-samfélagið á Íslandi.

„BDSM-hneigð er bara partur af þér hvort sem þú stundar það eða ekki,“ segir Magnús Hákonarson í þættinum sem var sýndur á miðvikudagskvöldið. Hann var með þeim fyrstu sem steig fram með BDSM hneigð hér á landi.

„Þú getur ekki flúið það, þú getur ekki læknað það, þetta er bara partur af þér. Ég held að það séu svona tuttugu ár síðan ég fór að svara spurningunni að ef ég þyrfti að velja á milli þess að missa handlegg eða hætta stunda BDSM þá er svarið, hvar ætlar þú að skera,“ segir Magnús.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Klippa: Myndi frekar láta skera af sér höndina en hætta stunda BDSM

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.