Handbolti

Alfreð velur nýjan landsliðsfyrirliða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Gíslason hefur gert nokkuð stórar breytingar á þýska landsliðinu.
Alfreð Gíslason hefur gert nokkuð stórar breytingar á þýska landsliðinu. getty/Jan Woitas

Alfreð Gíslason hefur valið nýjan fyrirliða fyrir þýska karlalandsliðið í handbolta.

Það er línumaðurinn Johannes Golla sem leikur með Flensburg. Hann tekur við fyrirliðabandinu af hornamanninum Uwe Gensheimer sem er hættur í landsliðinu.

Þýskaland mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember. Alfreð kom nokkuð á óvart með vali sínu og hristi talsvert upp í þýska hópnum frá því á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.

Alfreð valdi meðal annars fimm nýliða í hópinn, þar af tvo sem leika í þýsku B-deildinni, Julian Köster og Hendrik Wagner.

Alfreð tók við þýska landsliðinu í fyrra. Undir hans stjórn endaði Þýskaland í 12. sæti á HM í Egyptalandi og 6. sæti á Ólympíuleikunum.

Þýskaland er í riðli með Hvíta-Rússlandi, Póllandi og Austurríki á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Riðill Þjóðverja verður leikinn í Bratislava í Slóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×