Enginn í áskrift hjá Alfreð sem kom mörgum á óvart Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 12:30 Alfreð Gíslason hefur verið þjálfari Þýskalands frá því í febrúar á síðasta ári. Getty/Tom Weller Alfreð Gíslason réðst í „róttækar breytingar“ á þýska karlalandsliðinu í handbolta þegar hann valdi sinn fyrsta landsliðshóp eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira