Innlent

Hörð fimm bíla aftanákeyrsla

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sá sem var fremstur ökumanna er grunaður um ölvunarakstur.
Sá sem var fremstur ökumanna er grunaður um ölvunarakstur. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst í gær tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 108 en um var að ræða harðan árekstur fimm bifreiða, það er að segja fimm bíla aftanákeyrslu. Ökumaðurinn sem var fremstur í röðinni er grunaður um akstur undir áhrifum.

Hann hefur einnig ítrekað verið stöðvaður við akstur án gildra ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé vitað um meiðsl ökumanna eða farþega.

Um klukkan 23 í gærkvöldi var ung kona í annarlegu ástandi handtekin í miðborginni. Ítrekaði hafði verið tilkynnt um konuna sökum ástands hennar. Lögregla gerði tilraun til að aka henni heim en þegar það gekk ekki var hún vistuð í fangageymslu.

Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn seinna um nóttina í póstnúmerinu 105. Var hann sömuleiðis vistaður í fangageymslu sökum ástands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.