Skóli og samfélag Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. október 2021 15:30 Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt. Við erum að horfast í augu við ágjafirnar af einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem nokkur kynslóð hefur þurft að gera, loftslagsbreytingar, tækniþróun og heimsfaraldur svo eitthvað sé nefnt. Í þessu árferði hefur skólakerfið og kennarar sýnt mikinn sveigjanleika, hugmyndaauðgi og kraft í að koma til móts við og takast á við þessar breytingar. Áskoranirnar eru margskonar, krefjandi og jafnvel ófyrirséðar. Hlutverk skóla og þar með talið kennara markast vitaskuld af þessu starfsumhverfi og hefur ýmsar afleiðingar. Sú staðreynd að kulunum í kennarahópum er svo útbreidd, að líkja má við faraldur. Við þessu þarf að bregðast. Vinnuaðstæður kennara eru gjarnan þannig að að hætta er á kulnun. Þetta er afleiðing værukærðar í sviptingum undanfarinna ára, og í samfélagslegum krefjandi áskorunum. Hversu oft höfum við heyrt sönginn ,,skólakerfið þarf að taka á þessu”? Skólakerfið og kennarar hafa þurft að búa við ásókn úr mörgum áttum með allskyns kröfur og jafnvel ásakanir. Kennarar eru alltumvefjandi í starfi sínu og bera ekki bara ábyrgð á skólastofunni heldur þurfa að sjá fyrir viðbrögð ólíkra nemanda og bregðast stöðugt við óvæntum atburðum. Þá eru alls konar nemendur í hópum sem þurfa sérstaka aðstoð og þrátt fyrir að kennarar séu sérfræðingar í menntun eru þeir ekki endilega ekki sérfræðingar í þeim sértæku fræðum sem nemendahópurinn þarf oft á tíðum. Það þarf sérfræðinga á sviði talmeinafræði, sálfræði og félagsráðgjafar inn í skólana, til handleiðslu og samvinnu með kennurum og að taka á sérhæfðum vanda sem skapast í fjölbreyttum nemendahópum. Kennarastéttina þarf að styrkja með raunverulegum aðgerðum. Ekki með bútasaumi og plástri, heldur með víðtæku samráði um lausnir til frambúðar. Lausnir við tilteknum vandamálum sem snúa að vinnuaðstæðum og álagi kennara á að leysa þar sem sitja við borð kennarar á vettvangi, fulltrúar samninganefnda, ráðuneytis menntamála og sveitarfélaga. Á breiðum grundvelli finnum við saman bestu lausnirnar, sem verða að veruleika. Starfsþróun kennara þarf að haldast í hendur við þær áskoranir sem samfélagsbreytingar kalla eftir. Skóli án aðgreiningar er dæmi um jákvæða þróun en honum þurfa að fylgja bjargir og úrræði. Saman þurfum við að fara í gegnum öldurót breytinga sem samstilltur hópur kennara og forystu, fara í gegnum ágjafirnar með samtakamætti, skilningi og víðsýni. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er frambjóðandi til formanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Tengdar fréttir Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt. Við erum að horfast í augu við ágjafirnar af einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem nokkur kynslóð hefur þurft að gera, loftslagsbreytingar, tækniþróun og heimsfaraldur svo eitthvað sé nefnt. Í þessu árferði hefur skólakerfið og kennarar sýnt mikinn sveigjanleika, hugmyndaauðgi og kraft í að koma til móts við og takast á við þessar breytingar. Áskoranirnar eru margskonar, krefjandi og jafnvel ófyrirséðar. Hlutverk skóla og þar með talið kennara markast vitaskuld af þessu starfsumhverfi og hefur ýmsar afleiðingar. Sú staðreynd að kulunum í kennarahópum er svo útbreidd, að líkja má við faraldur. Við þessu þarf að bregðast. Vinnuaðstæður kennara eru gjarnan þannig að að hætta er á kulnun. Þetta er afleiðing værukærðar í sviptingum undanfarinna ára, og í samfélagslegum krefjandi áskorunum. Hversu oft höfum við heyrt sönginn ,,skólakerfið þarf að taka á þessu”? Skólakerfið og kennarar hafa þurft að búa við ásókn úr mörgum áttum með allskyns kröfur og jafnvel ásakanir. Kennarar eru alltumvefjandi í starfi sínu og bera ekki bara ábyrgð á skólastofunni heldur þurfa að sjá fyrir viðbrögð ólíkra nemanda og bregðast stöðugt við óvæntum atburðum. Þá eru alls konar nemendur í hópum sem þurfa sérstaka aðstoð og þrátt fyrir að kennarar séu sérfræðingar í menntun eru þeir ekki endilega ekki sérfræðingar í þeim sértæku fræðum sem nemendahópurinn þarf oft á tíðum. Það þarf sérfræðinga á sviði talmeinafræði, sálfræði og félagsráðgjafar inn í skólana, til handleiðslu og samvinnu með kennurum og að taka á sérhæfðum vanda sem skapast í fjölbreyttum nemendahópum. Kennarastéttina þarf að styrkja með raunverulegum aðgerðum. Ekki með bútasaumi og plástri, heldur með víðtæku samráði um lausnir til frambúðar. Lausnir við tilteknum vandamálum sem snúa að vinnuaðstæðum og álagi kennara á að leysa þar sem sitja við borð kennarar á vettvangi, fulltrúar samninganefnda, ráðuneytis menntamála og sveitarfélaga. Á breiðum grundvelli finnum við saman bestu lausnirnar, sem verða að veruleika. Starfsþróun kennara þarf að haldast í hendur við þær áskoranir sem samfélagsbreytingar kalla eftir. Skóli án aðgreiningar er dæmi um jákvæða þróun en honum þurfa að fylgja bjargir og úrræði. Saman þurfum við að fara í gegnum öldurót breytinga sem samstilltur hópur kennara og forystu, fara í gegnum ágjafirnar með samtakamætti, skilningi og víðsýni. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er frambjóðandi til formanns Kennarasambands Íslands.
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar