Knicks virtist vera búið að tryggja sér sigurinn þegar þrjár mínútur voru eftir en þá leiddi liðið með þrettán stigum, 91-104. Þá fóru nautin frá Chicago í gang og skoruðu síðustu tólf stig leiksins. Það dugði þó ekki til og Knicks vann nauman sigur, 103-104.
Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Knicks og RJ Barrett tuttugu. Julius Randle var með þrettán stig, sextán fráköst og níu stoðsendingar. Zach LaVine skoraði 25 stig fyrir Chicago.
Kemba Walker and the @nyknicks top Chicago to reach 4-1!
— NBA (@NBA) October 29, 2021
RJ Barrett: 20 PTS
Julius Randle: 13 PTS, 16 REB, 9 AST pic.twitter.com/oU0rbXjn48
Memphis Grizzlies bar sigurorð af Golden State Warriors, 101-104, eftir framlengingu. Þetta var fyrsta tap Golden State á tímabilinu.
Ja Morant skoraði þrjátíu stig fyrir Memphis og Desmond Bane nítján. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 36 stig.
Steph & Ja is so much fun. @JaMorant: 30 PTS, 5 AST, 4 STL, W@StephenCurry30: 36 PTS (7 3PM), 8 AST pic.twitter.com/1nrDMedxVA
— NBA (@NBA) October 29, 2021
Eftir rólega byrjun á tímabilinu vann Joel Embiid fjölina sína þegar Philadelphia 76ers sigraði Detroit Pistons, 110-102. Embiid skoraði þrjátíu stig og tók átján fráköst.
30 points
— NBA (@NBA) October 29, 2021
18 boards
@sixers W@JoelEmbiid did his thing tonight. pic.twitter.com/nVRJhFE5rH
Tobias Harris kom næstur hjá Sixers með sautján stig og Tyrese Maxey gerði sextán stig.
Úrslitin í nótt
- Chicago 103-104 NY Knicks
- Golden State 101-104 Memphis
- Philadelphia 110-102 Detroit
- Washington 122-111 Atlanta
- Houston 91-122 Utah
- Dallas 104-99 San Antonio

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.