Handbolti

Stigalausir Mosfellingar stríddu toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sjö mörk í liði Fram í kvöld.
Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sjö mörk í liði Fram í kvöld. VÍSIR/BÁRA

Stigalaust lið Aftureldingar tapaði gegn toppliði Fram í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur 29-25, en það tók Framara rúmar 50 mínútur að hrista Mosfellinga af sér.

Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins, en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 8-7, Fram í vil. 

Áfram héldu liðin að haldast í hendur, alveg þangað til á lokamínútum fyrri hálfleiks þegar Fram skoraði þrjú mörk í röð og fór því með þriggja marka forskot inn í hálfleik, 14-11.

Afturelding skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks og allt orðið jafnt á ný. Gestirnir náðu aftur þriggja marka forskoti, en heimakonur gáfust ekki upp og jöfnuðu metin í 21-21.

Gestirnir í Fram náðu þó að lokum enn einu áhlaupinu undir lok leiks, en það bil náðu leikmenn Aftureldingar ekki að brúa. Niðurstaðan varð því fjögurra marka sigur Fram, 29-25.

Emma Olsson og Ragnheiður Júlíusdóttir voru markahæstar í liði Fram me' sjö mörk hvor, en í liði Aftureldingar var það Katrín Helga Davíðsdóttir sem var atkvæðamest með níu mörk.

Fram hefur nú þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar með níu stig, en hafa þó spilað tveim leikjum meira en næstu lið. Afturelding er enn án stiga á botni deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.