Við vitum meira en nóg Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 28. október 2021 09:30 Tökum skrefin Það er mjög mikilvægt að marka sér skýra stefnu,skrifa niður hugmyndir, koma með tillögur og setja sér markmið. Við okkur blasir stórt fjall sem ekki er lengur hægt að hunsa, til þess að komast yfir það þurfum við að framkvæma stefnurnar, hugmyndirnar, tillögurnar og markmiðin. Tíminn er kominn, við þurfum að taka skrefið og byrja að ganga markvisst í átt að fjallinu. Flest erum við farin að þekkja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðana um sjálfbæra þróun að einhverju leiti, til einföldunar má líta á þau sem vegakort Sameinuðu þjóðanna í átt að fjallinu. Meira að segja nokkuð tillitssamt kort. Kortið býður upp á 17 áfangastaði og hver áfangastaður býður upp á mismunandi leiðir til að nálgast sig. Íslenskt landslag Auðvitað er málið ekki svo einfalt og landslagið á Íslandi gerir ráð fyrir ákveðnum búnaði og ákveðnum aðferðum. Álit fagaðila óskast þegar lagt er af stað í stór verkefni sem varð til þess að núna í október mánuði buðu Festa - miðstöð um sjálfbærni og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðinn breiðum hópi hagaðila til samtals. Hvað eru næstu skref fyrir okkur sem samfélag þegar kemur að framgangi heimsmarkmiðanna, hvar byrjum við? 17 heimsmarkmiða herbergi Þetta samtal er hluti af alþjóðlegu verkefni sem kallast 17 herbergi (e. 17 rooms) sem Brookings stofnunin leiðir og Festa er hluti af samfélagi um allan heim sem er að prufukeyra þessa aðferðafræði. 17 herbergi vísa sem sagt í heimsmarkmiðin okkar 17. Nálgunin gengur út á það að þátttakendur frá ólíkum geirum og þekkingarheimum koma saman í heimsmarkmiða-herbergi, eða vinnustofu, hvert herbergi fær til umfjöllunar eitt heimsmarkmið. Þátttakendur í hverju herbergi hafa það hlutverk að koma auga á samræmdar aðgerðir, - aðgerðir sem hægt er að framkvæma í samstarfi á næstu 12-18 mánuðum hér á Íslandi. Á þessu ári prufukeyrðum við tvö herbergi um heimsmarkmiðin, markmið 12 og 13 og rauður þráður var hringrásarhagkerfið. Til vinnunar voru 40 fulltrúum ólíkra hagaðila: stjórnvalda (ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög), háskóla, ungmenna, félagasamtaka, fjölmiðla, hagsmunasamtaka og fyrirtækja. Öll mætt til leiks til að leggja fram sýna innsýn og reynslu - hvert er næsta skrefið í að ná heimsmarkmiði 12, ábyrg neysla og framleiðsla og heimsmarkmiði 13, aðgerðir í loftslagsmálum. Látum verkin tala Aðal áherslan er á aðgerðir - hvað sé hægt að gera- framkvæma, á næstu 12-18 mánuðum. Að marka og taka næstu skref í stað þess að dvelja við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’ eða hinni fullkomnu leið. Galdurinn liggur í samtali fulltrúa ólíkra hagaðila sem vinna að þessu þverfaglega, þvert á kynslóðir og geira. Með þátttöku hafa þá þátttakendur öðlast aukna yfirsýn og ný verkfæri til að vinna að heimsmarkmiðunum á sínum starfsvettvangi. Aðferðarfræðin er hönnuð af Center for Sustainable Development hjá Brookings Institution og er unnin í samstarfi við Rockefeller Center. John McArthur framkvæmdarstjóri Center for Sustainable Development var einn af fyrirlesurum á Janúarráðstefnu Festu 2020. Festa hefur þá síðustu mánuði verið hluti af ‘Community of Practice’ sem stýrt er af Brookings Center for Sustainable Development og fengið þar bæði þjálfun í aðferðafræðinni og innsýn í störf hópa sem þegar hafa unnið slík verkefni víða um heim. Galdurinn grundvallast á samstarfi og gagnkvæmri fræðslu jafningja, með það fyrir sjónum að kalla fram bestu útkomuna á viðkomandi málefnasviði, ekki fyrir einstaka einingu. Við vitum meira en nóg Allir þátttakendur 17 herbergja vinnustofunar ganga út eftir vinnudag 2 með lúkurnar fullar af fræjum til sáningar ásamt hugrekki til þess að taka næsta skref. Við hvetjum þig til þess að gera það sama, taka næsta skref og ekki dvelja lengur við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’. Þó það sé mikil óvissa þá vitum við meira en nóg. Þekkingin, tækin, tólin og viljinn eru til staðar, tíminn er kominn til þess að taka skrefið, byrja að ganga og saman getum við þá klifið þetta fjall sem við okkur blasir. Höfundur er starfsnemi hjá Festu- miðstöð um sjálfbærni og mastersnemi við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Tökum skrefin Það er mjög mikilvægt að marka sér skýra stefnu,skrifa niður hugmyndir, koma með tillögur og setja sér markmið. Við okkur blasir stórt fjall sem ekki er lengur hægt að hunsa, til þess að komast yfir það þurfum við að framkvæma stefnurnar, hugmyndirnar, tillögurnar og markmiðin. Tíminn er kominn, við þurfum að taka skrefið og byrja að ganga markvisst í átt að fjallinu. Flest erum við farin að þekkja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðana um sjálfbæra þróun að einhverju leiti, til einföldunar má líta á þau sem vegakort Sameinuðu þjóðanna í átt að fjallinu. Meira að segja nokkuð tillitssamt kort. Kortið býður upp á 17 áfangastaði og hver áfangastaður býður upp á mismunandi leiðir til að nálgast sig. Íslenskt landslag Auðvitað er málið ekki svo einfalt og landslagið á Íslandi gerir ráð fyrir ákveðnum búnaði og ákveðnum aðferðum. Álit fagaðila óskast þegar lagt er af stað í stór verkefni sem varð til þess að núna í október mánuði buðu Festa - miðstöð um sjálfbærni og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðinn breiðum hópi hagaðila til samtals. Hvað eru næstu skref fyrir okkur sem samfélag þegar kemur að framgangi heimsmarkmiðanna, hvar byrjum við? 17 heimsmarkmiða herbergi Þetta samtal er hluti af alþjóðlegu verkefni sem kallast 17 herbergi (e. 17 rooms) sem Brookings stofnunin leiðir og Festa er hluti af samfélagi um allan heim sem er að prufukeyra þessa aðferðafræði. 17 herbergi vísa sem sagt í heimsmarkmiðin okkar 17. Nálgunin gengur út á það að þátttakendur frá ólíkum geirum og þekkingarheimum koma saman í heimsmarkmiða-herbergi, eða vinnustofu, hvert herbergi fær til umfjöllunar eitt heimsmarkmið. Þátttakendur í hverju herbergi hafa það hlutverk að koma auga á samræmdar aðgerðir, - aðgerðir sem hægt er að framkvæma í samstarfi á næstu 12-18 mánuðum hér á Íslandi. Á þessu ári prufukeyrðum við tvö herbergi um heimsmarkmiðin, markmið 12 og 13 og rauður þráður var hringrásarhagkerfið. Til vinnunar voru 40 fulltrúum ólíkra hagaðila: stjórnvalda (ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög), háskóla, ungmenna, félagasamtaka, fjölmiðla, hagsmunasamtaka og fyrirtækja. Öll mætt til leiks til að leggja fram sýna innsýn og reynslu - hvert er næsta skrefið í að ná heimsmarkmiði 12, ábyrg neysla og framleiðsla og heimsmarkmiði 13, aðgerðir í loftslagsmálum. Látum verkin tala Aðal áherslan er á aðgerðir - hvað sé hægt að gera- framkvæma, á næstu 12-18 mánuðum. Að marka og taka næstu skref í stað þess að dvelja við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’ eða hinni fullkomnu leið. Galdurinn liggur í samtali fulltrúa ólíkra hagaðila sem vinna að þessu þverfaglega, þvert á kynslóðir og geira. Með þátttöku hafa þá þátttakendur öðlast aukna yfirsýn og ný verkfæri til að vinna að heimsmarkmiðunum á sínum starfsvettvangi. Aðferðarfræðin er hönnuð af Center for Sustainable Development hjá Brookings Institution og er unnin í samstarfi við Rockefeller Center. John McArthur framkvæmdarstjóri Center for Sustainable Development var einn af fyrirlesurum á Janúarráðstefnu Festu 2020. Festa hefur þá síðustu mánuði verið hluti af ‘Community of Practice’ sem stýrt er af Brookings Center for Sustainable Development og fengið þar bæði þjálfun í aðferðafræðinni og innsýn í störf hópa sem þegar hafa unnið slík verkefni víða um heim. Galdurinn grundvallast á samstarfi og gagnkvæmri fræðslu jafningja, með það fyrir sjónum að kalla fram bestu útkomuna á viðkomandi málefnasviði, ekki fyrir einstaka einingu. Við vitum meira en nóg Allir þátttakendur 17 herbergja vinnustofunar ganga út eftir vinnudag 2 með lúkurnar fullar af fræjum til sáningar ásamt hugrekki til þess að taka næsta skref. Við hvetjum þig til þess að gera það sama, taka næsta skref og ekki dvelja lengur við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’. Þó það sé mikil óvissa þá vitum við meira en nóg. Þekkingin, tækin, tólin og viljinn eru til staðar, tíminn er kominn til þess að taka skrefið, byrja að ganga og saman getum við þá klifið þetta fjall sem við okkur blasir. Höfundur er starfsnemi hjá Festu- miðstöð um sjálfbærni og mastersnemi við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun