Við vitum meira en nóg Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 28. október 2021 09:30 Tökum skrefin Það er mjög mikilvægt að marka sér skýra stefnu,skrifa niður hugmyndir, koma með tillögur og setja sér markmið. Við okkur blasir stórt fjall sem ekki er lengur hægt að hunsa, til þess að komast yfir það þurfum við að framkvæma stefnurnar, hugmyndirnar, tillögurnar og markmiðin. Tíminn er kominn, við þurfum að taka skrefið og byrja að ganga markvisst í átt að fjallinu. Flest erum við farin að þekkja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðana um sjálfbæra þróun að einhverju leiti, til einföldunar má líta á þau sem vegakort Sameinuðu þjóðanna í átt að fjallinu. Meira að segja nokkuð tillitssamt kort. Kortið býður upp á 17 áfangastaði og hver áfangastaður býður upp á mismunandi leiðir til að nálgast sig. Íslenskt landslag Auðvitað er málið ekki svo einfalt og landslagið á Íslandi gerir ráð fyrir ákveðnum búnaði og ákveðnum aðferðum. Álit fagaðila óskast þegar lagt er af stað í stór verkefni sem varð til þess að núna í október mánuði buðu Festa - miðstöð um sjálfbærni og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðinn breiðum hópi hagaðila til samtals. Hvað eru næstu skref fyrir okkur sem samfélag þegar kemur að framgangi heimsmarkmiðanna, hvar byrjum við? 17 heimsmarkmiða herbergi Þetta samtal er hluti af alþjóðlegu verkefni sem kallast 17 herbergi (e. 17 rooms) sem Brookings stofnunin leiðir og Festa er hluti af samfélagi um allan heim sem er að prufukeyra þessa aðferðafræði. 17 herbergi vísa sem sagt í heimsmarkmiðin okkar 17. Nálgunin gengur út á það að þátttakendur frá ólíkum geirum og þekkingarheimum koma saman í heimsmarkmiða-herbergi, eða vinnustofu, hvert herbergi fær til umfjöllunar eitt heimsmarkmið. Þátttakendur í hverju herbergi hafa það hlutverk að koma auga á samræmdar aðgerðir, - aðgerðir sem hægt er að framkvæma í samstarfi á næstu 12-18 mánuðum hér á Íslandi. Á þessu ári prufukeyrðum við tvö herbergi um heimsmarkmiðin, markmið 12 og 13 og rauður þráður var hringrásarhagkerfið. Til vinnunar voru 40 fulltrúum ólíkra hagaðila: stjórnvalda (ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög), háskóla, ungmenna, félagasamtaka, fjölmiðla, hagsmunasamtaka og fyrirtækja. Öll mætt til leiks til að leggja fram sýna innsýn og reynslu - hvert er næsta skrefið í að ná heimsmarkmiði 12, ábyrg neysla og framleiðsla og heimsmarkmiði 13, aðgerðir í loftslagsmálum. Látum verkin tala Aðal áherslan er á aðgerðir - hvað sé hægt að gera- framkvæma, á næstu 12-18 mánuðum. Að marka og taka næstu skref í stað þess að dvelja við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’ eða hinni fullkomnu leið. Galdurinn liggur í samtali fulltrúa ólíkra hagaðila sem vinna að þessu þverfaglega, þvert á kynslóðir og geira. Með þátttöku hafa þá þátttakendur öðlast aukna yfirsýn og ný verkfæri til að vinna að heimsmarkmiðunum á sínum starfsvettvangi. Aðferðarfræðin er hönnuð af Center for Sustainable Development hjá Brookings Institution og er unnin í samstarfi við Rockefeller Center. John McArthur framkvæmdarstjóri Center for Sustainable Development var einn af fyrirlesurum á Janúarráðstefnu Festu 2020. Festa hefur þá síðustu mánuði verið hluti af ‘Community of Practice’ sem stýrt er af Brookings Center for Sustainable Development og fengið þar bæði þjálfun í aðferðafræðinni og innsýn í störf hópa sem þegar hafa unnið slík verkefni víða um heim. Galdurinn grundvallast á samstarfi og gagnkvæmri fræðslu jafningja, með það fyrir sjónum að kalla fram bestu útkomuna á viðkomandi málefnasviði, ekki fyrir einstaka einingu. Við vitum meira en nóg Allir þátttakendur 17 herbergja vinnustofunar ganga út eftir vinnudag 2 með lúkurnar fullar af fræjum til sáningar ásamt hugrekki til þess að taka næsta skref. Við hvetjum þig til þess að gera það sama, taka næsta skref og ekki dvelja lengur við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’. Þó það sé mikil óvissa þá vitum við meira en nóg. Þekkingin, tækin, tólin og viljinn eru til staðar, tíminn er kominn til þess að taka skrefið, byrja að ganga og saman getum við þá klifið þetta fjall sem við okkur blasir. Höfundur er starfsnemi hjá Festu- miðstöð um sjálfbærni og mastersnemi við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Tökum skrefin Það er mjög mikilvægt að marka sér skýra stefnu,skrifa niður hugmyndir, koma með tillögur og setja sér markmið. Við okkur blasir stórt fjall sem ekki er lengur hægt að hunsa, til þess að komast yfir það þurfum við að framkvæma stefnurnar, hugmyndirnar, tillögurnar og markmiðin. Tíminn er kominn, við þurfum að taka skrefið og byrja að ganga markvisst í átt að fjallinu. Flest erum við farin að þekkja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðana um sjálfbæra þróun að einhverju leiti, til einföldunar má líta á þau sem vegakort Sameinuðu þjóðanna í átt að fjallinu. Meira að segja nokkuð tillitssamt kort. Kortið býður upp á 17 áfangastaði og hver áfangastaður býður upp á mismunandi leiðir til að nálgast sig. Íslenskt landslag Auðvitað er málið ekki svo einfalt og landslagið á Íslandi gerir ráð fyrir ákveðnum búnaði og ákveðnum aðferðum. Álit fagaðila óskast þegar lagt er af stað í stór verkefni sem varð til þess að núna í október mánuði buðu Festa - miðstöð um sjálfbærni og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðinn breiðum hópi hagaðila til samtals. Hvað eru næstu skref fyrir okkur sem samfélag þegar kemur að framgangi heimsmarkmiðanna, hvar byrjum við? 17 heimsmarkmiða herbergi Þetta samtal er hluti af alþjóðlegu verkefni sem kallast 17 herbergi (e. 17 rooms) sem Brookings stofnunin leiðir og Festa er hluti af samfélagi um allan heim sem er að prufukeyra þessa aðferðafræði. 17 herbergi vísa sem sagt í heimsmarkmiðin okkar 17. Nálgunin gengur út á það að þátttakendur frá ólíkum geirum og þekkingarheimum koma saman í heimsmarkmiða-herbergi, eða vinnustofu, hvert herbergi fær til umfjöllunar eitt heimsmarkmið. Þátttakendur í hverju herbergi hafa það hlutverk að koma auga á samræmdar aðgerðir, - aðgerðir sem hægt er að framkvæma í samstarfi á næstu 12-18 mánuðum hér á Íslandi. Á þessu ári prufukeyrðum við tvö herbergi um heimsmarkmiðin, markmið 12 og 13 og rauður þráður var hringrásarhagkerfið. Til vinnunar voru 40 fulltrúum ólíkra hagaðila: stjórnvalda (ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög), háskóla, ungmenna, félagasamtaka, fjölmiðla, hagsmunasamtaka og fyrirtækja. Öll mætt til leiks til að leggja fram sýna innsýn og reynslu - hvert er næsta skrefið í að ná heimsmarkmiði 12, ábyrg neysla og framleiðsla og heimsmarkmiði 13, aðgerðir í loftslagsmálum. Látum verkin tala Aðal áherslan er á aðgerðir - hvað sé hægt að gera- framkvæma, á næstu 12-18 mánuðum. Að marka og taka næstu skref í stað þess að dvelja við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’ eða hinni fullkomnu leið. Galdurinn liggur í samtali fulltrúa ólíkra hagaðila sem vinna að þessu þverfaglega, þvert á kynslóðir og geira. Með þátttöku hafa þá þátttakendur öðlast aukna yfirsýn og ný verkfæri til að vinna að heimsmarkmiðunum á sínum starfsvettvangi. Aðferðarfræðin er hönnuð af Center for Sustainable Development hjá Brookings Institution og er unnin í samstarfi við Rockefeller Center. John McArthur framkvæmdarstjóri Center for Sustainable Development var einn af fyrirlesurum á Janúarráðstefnu Festu 2020. Festa hefur þá síðustu mánuði verið hluti af ‘Community of Practice’ sem stýrt er af Brookings Center for Sustainable Development og fengið þar bæði þjálfun í aðferðafræðinni og innsýn í störf hópa sem þegar hafa unnið slík verkefni víða um heim. Galdurinn grundvallast á samstarfi og gagnkvæmri fræðslu jafningja, með það fyrir sjónum að kalla fram bestu útkomuna á viðkomandi málefnasviði, ekki fyrir einstaka einingu. Við vitum meira en nóg Allir þátttakendur 17 herbergja vinnustofunar ganga út eftir vinnudag 2 með lúkurnar fullar af fræjum til sáningar ásamt hugrekki til þess að taka næsta skref. Við hvetjum þig til þess að gera það sama, taka næsta skref og ekki dvelja lengur við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’. Þó það sé mikil óvissa þá vitum við meira en nóg. Þekkingin, tækin, tólin og viljinn eru til staðar, tíminn er kominn til þess að taka skrefið, byrja að ganga og saman getum við þá klifið þetta fjall sem við okkur blasir. Höfundur er starfsnemi hjá Festu- miðstöð um sjálfbærni og mastersnemi við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar