Körfubolti

Shaq skutlaði sér í gólfið á eftir blöðru í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaquille O'Neal er engum öðrum líkur og til í alls konar fíflagang.
Shaquille O'Neal er engum öðrum líkur og til í alls konar fíflagang. AP/Steve Marcus

Það er boðið upp á svo miklu meira en bara umfjöllum um NBA-deildina í þáttunum Inside the NBA á TNT sjónvarpsstöðinni.

Ernie Johnson er umsjónarmaður Inside the NBA þáttarins og með honum eru vanalega þeir Kenny Smith, Charles Barkley, og Shaquille O'Neal.

Þeir hafa sínar sterku skoðanir á flestu sem tengist NBA-deildinni en það eru fíflalæti þeirra sem sló líka oft í gegn.

Gott dæmi um það er þáttur á dögunum þar sem þeir fóru í leik einu sinni sem oftar. Að þessu sinni var skipt í tvö lið þar sem keppt var um að halda blöðru á lofti.

Ernie Johnson og Charles Barkley voru saman í liði á móti þeim Kenny Smith og Shaquille O'Neal. Kenny og Shaq eru margfaldir NBA-meistarar en þeir Ernie og Barkley kynntust aldrei þeirri tilfinningu.

Hinn 49 ára gamli Shaquille O'Neal er ennþá mikill keppnismaður og skutlaði hann sér í gólfið á eftir blöðrunni. Shaq er 216 sentimetrar á hæð og var 147 kíló í formi en það hafa bæst við mörg kíló síðan þá.

Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum fíflagangi þessara NBA goðsagna.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.