Handbolti

Bjarki Már með fjögur mörk í frá­bærum sigri á Nan­tes

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már átti góðan leik í kvöld.
Bjarki Már átti góðan leik í kvöld. Axel Heimken/Getty Images

Lemgo vann eins marks útisigur á Nantes í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld, lokatölur 27-28. Bjarki Már Elísson gerði fjögur mörk í liði Lemgo.

Gestirnir frá Þýskalandi skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru mun sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik. Mest náði liðið fimm marka forystu en heimamenn að minnka muninn niður í tvö mörk áður en hálfleiksflautið gall, staðan þá 12-10 Lemgo í vil.

Í þeim síðari tók Lemgo aftur öll völd á vellinum og komst sex mörkum yfir um miðbik hálfleiksins. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að komast aftur inn í leikinn en tókst ekki að ógna forystu gestanna. Fór það svo að Lemgo vann eins marks sigur, 28-27.

Bjarki Már skoraði fjögur mörk í liði gestanna og átti því sinn þátt í sigrinum. Markahæstur var Jonathan Carlsbogard með sjö mörk.

Lemgo er með tvö stig í 4. sæti B-riðils að loknum tveimur leikjum.


Tengdar fréttir

Kristján Örn marka­hæstur í tapi gegn Mag­deburg

Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk er PAUC tapaði gegn Magdeburg í Evrópukeppninni í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék með Magdeburg í leiknum. Þá varði Viktor Gísli Hallgrímsson mark GOG í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.