Innlent

Smit­sjúk­dóma­deild Land­spítala gerð að far­sóttar­einingu vegna á­standsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu vegna ástandsins á Landspítala.
Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu vegna ástandsins á Landspítala. Vísir/Vilhelm

Tekin hefur verið ákvörðun um að smitsjúkdómadeild A7 á Landspítala verði gerð að farsóttareiningu og muni deildin því helga sig umönnun Covid-19 sjúklinga. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala en ákvörðunin var tekin á fundi forstjóra og farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu í dag, vegna hópsmitsins sem komið er upp á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild. 

Breytingin kallar á umfangsmikla flutninga annarra sjúklinga en gert er ráð fyrir að þeim flutningum ljúki í kvöd. Skurðdeildin verður í sóttkví næstu daga og lokað fyrir innlagnir þar. Búast má við frestun fyrirhugaðra skuraðgerða vegna þessa en áfram verður öllum bráðaaðgerðum sinnt. 



Áttatíu greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær en grient var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hafi greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Í morgun var það svo tilkynnt að tveir til viðbótar hafi greinst smitaðir á deildinni, þar af einn starfsmaður. 

Sjúklingarnir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. 

Fyrstu fjórir sjúklingarnir, sem greindust smitaðir, eru allir bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. 

Landspítali er nú á óvissustigi en verður það endurmetið eftir því sem fram vindur. 


Tengdar fréttir

Áttatíu greindust með Covid-19 í gær

Áttaíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 32 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 48 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×