Handbolti

Eyjakonur fara aftur til Grikklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lina Cardell og stöllur hennar í ÍBV eiga aðra ferð til Grikklands fyrir höndum.
Lina Cardell og stöllur hennar í ÍBV eiga aðra ferð til Grikklands fyrir höndum. vísir/hulda margrét

Aðra umferðina í röð fer ÍBV til Grikklands í Evrópubikar kvenna í handbolta. Dregið var í 3. umferð keppninnar í dag.

Tvö íslensk lið voru í pottinum, ÍBV og Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs. Þau gátu dregist saman en sú varð ekki raunin.

ÍBV dróst gegn AEP Panorama frá Grikklandi. Um helgina sló ÍBV annað grískt lið, PAOK, út í 2. umferð Evrópubikarsins. Báðir leikirnir fóru fram ytra. Eyjakonur töpuðu þeim fyrri, 29-24, en vann þann seinni, 29-22, og einvígið samanlagt, 53-51.

KA/Þór mætir spænska liðinu Club Balonmano Elche. Í 2. umferðinni vann KA/Þór KHF Istogu frá Kósóvó, 63-56 samanlagt.

Fyrri leikirnir í 3. umferð Evrópubikarsins fara fram 13. og 14. nóvember og seinni leikirnir viku seinna. KA/Þór á fyrri leikinn á heimavelli en ÍBV á útivelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.