Bíó og sjónvarp

Heimildarmyndin Kolapse heimsfrumsýnd í RIFF-Heima

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Andri Snær Magnason í Kolapse.
Andri Snær Magnason í Kolapse.

Þó að RIFF-hátíðin sé búin að loka dyrum sínum í kvikmyndahúsum er hátíðin enn í gangi á vefnum. Þar má finna íslenska dagskrá til 30. október. 

„Í þessari viku heimsfrumsýndum við myndina Kolapse sem er alþjóðlegt verkefni sýnt á sama tíma um allan heim og er myndin er aðgengileg öllum frítt. Þess má geta að RIFF er enn í fullum gangi í RIFF-Heima, fram til sunnudags 24. október er enn hægt að sjá myndir úr flokknum Teiknimyndir í RIFF-heima. Í næstu viku taka við myndir úr Ísland í sjónarrönd,“ segir í tilkynningu frá RIFF.

„Hægt verður að sjá allt stuttmyndaprógramið og þrjár myndir í fullri lengd. Myndirnar Ekki einleikið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, Uglur eftir Teit Magnússon og Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir marga því uppselt var á þessar myndir á hátíðinni.“

Sýningar á heimildarmyndinni Kolapse standa til 30. september en RIFF var þátttakandi í Kolap­se fyrr á árinu með vali á íslenskum myndum sem leggja sitt á vogarskálarnar til umhverfismála. Last And First Men eft­ir Jó­hann Jó­hann­son heit­inn, aust­ur­ríska myndin Earth eft­ir Ni­ko­laus Geyr­halter sem var á RIFF í fyrra og TED-spjall Andra Snæs Magna­son­ar.

„Kolapse er ra­f­ræn­n vett­vangur sem ætlað er að stuðla að sam­tali þjóða um neyðarástand í lofts­lags- og sam­fé­lags­mál­um. Lista­menn úr ólík­um grein­um, aðgerðasinn­ar og leiðtog­ar sam­eina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskor­an­ir sem næstu ára­tug­ir munu hafa í för með sér,“ að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

„Að Kolap­se stend­ur, auk RIFF, vef­ur­inn Kabinett sem er vett­vang­ur og sam­fé­lag lista­manna sem hef­ur það mark­mið að auka meðvit­und, upp­lifa and­ar­tök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvik­mynd­ir og taka skref fram á við í áríðandi bar­áttu fyr­ir um­hverf­inu og þeim fé­lags­legu vanda­mál­um sem eru aðsteðjandi í sam­tím­an­um.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.