Körfubolti

Baldur Þór: „Ánægður að ná sigri hérna í mjög erfiðum leik“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld.
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Daníel Þór

Tindastóll vann sinn þriðja leik í röð í Subway-deildinni þegar þeir mættu Breiðablik í Síkinu á Sauðárkróki. Lokatölur urðu 120-117 og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins var að vonum kátur í leikslok.

„Ég er ánægður að hafa unnið þennnan leik,“ sagði Baldur Þór strax eftir leik. 

Sóknarlega voru liðin að gera vel og enda Tindastóll með 120 í leiknum, þar af 42 stig í öðrum leikhluta. 

„Þeir stóðu inn í teig og gáfu okkur öll skot og við hittum þeim. Þannig að það var ánægjulegt,“ svaraði Baldur þegar að hann var spurður út í sóknarleik sinna manna í leiknum. 

Breiðablik komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og komu sér aftur inn í leikinn. Það hægðist á hraðanum í leiknum og aðspurður að því hvort það hafi verið uppleggið í hálfleik svarar Baldur: „Við vorum að fá „lay-up“ á þessum tímapunkti en þau vildu bara ekki fara ofan í. Þeir fengu „momentum“ og voru með „target.“ Þeir sóttu hratt á okkur í hvert skipti og við náðum ekki að höndla það og þeir gerðu vel að koma til baka.“ 

Tindastóll fær 44 stig af bekknum í kvöld og var Baldur ánægður með þá staðreynd. 

„Ég er mjög ánægður að ná sigri hérna í mjög erfiðum leik og öðruvísi en við erum vanir að spila.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.