Arnar Daði: „Þeir gera allt sem þeir eru beðnir um að gera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2021 21:02 Arnar Daði ánægður með stig sinna manna í kvöld. vísir/hulda margrét Arnar Daði var mjög sáttur með fyrsta stig sinna manna á tímabilinu þegar lið hans Grótta gerði jafntefli við Aftureldingu upp í Mosó í kvöld. Lokatölur 30-30. Arnar Daði var skelkaður á lokamínútum leiksins í kvöld. „Veit ekki hvort það sé „loosera“ hugsun en auðvitað fór aðeins um mig þarna í lokin. Veit ekki hvert ég hefði farið ef við hefðum tapað þessum leik. Jesús Kristur hvað ég er fegin að við náðum í stig og vera í momenti á að vinna í lokin. Þegar upp er staðið er þetta frábært stig, frábær frammistaða.“ Arnar Daði minntist á í viðtali fyrir leik hversu gott lið Afturelding sé. Hann undirstrikaði það einnig eftir leik. „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta án djóks best mannaði hópur á landinu, þetta Aftureldingarlið.“ Jafnteflið í kvöld tryggði fyrsta stig Gróttu þetta tímabilið. „Þetta var ótrúlega dýrmætur punktur fyrir framhaldið. Auðvitað geta menn misst trúna þegar illa gengur, en það var ekki að sjá alla vikuna fyrir þennan leik. Þessir gæjar í liðinu eiga hrós skilið. Þeir gera allt sem þeir eru beðnir um að gera. Verðum bara að halda áfram.“ Arnar Daði var sáttur með markaskorun liðsins í kvöld. „Við höfum verið í erfiðleikum með að skora, samt ekki í erfiðleikum með að fá færi. Það var bara allt inni (í kvöld). Óli frábær, Biggi frábær, skynsamir sóknarlega. Við töpuðum gríðarlega fáum boltum og skotnýtingin góð. Við vorum trúir okkar leik. Nú er bara áfram.“ Varðandi leikina sem eru framundan sagði Arnar Daði þetta: „Þeir leggjast vel í mig, þetta er geðveikt gaman að taka þátt í þessu. Sérstaklega þegar maður er með alla strákana með sér í liði og allir að sigla í sömu átt. Enginn bilbugur á okkur að sjá sama hvernig gengur í öllum leikjum, sem er virðingarvert.“ Íslenski handboltinn Grótta Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta 30-30 | Fyrsta stig Gróttu kom í Mosó Lokaleikur fjórðu umferðar í Olís-deild karla var spilaður í kvöld þar sem Afturelding fékk Gróttu í heimsókn. Leiknum lauk með jafntefli 30-30 í hörku leik. 17. október 2021 20:51 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Arnar Daði var skelkaður á lokamínútum leiksins í kvöld. „Veit ekki hvort það sé „loosera“ hugsun en auðvitað fór aðeins um mig þarna í lokin. Veit ekki hvert ég hefði farið ef við hefðum tapað þessum leik. Jesús Kristur hvað ég er fegin að við náðum í stig og vera í momenti á að vinna í lokin. Þegar upp er staðið er þetta frábært stig, frábær frammistaða.“ Arnar Daði minntist á í viðtali fyrir leik hversu gott lið Afturelding sé. Hann undirstrikaði það einnig eftir leik. „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta án djóks best mannaði hópur á landinu, þetta Aftureldingarlið.“ Jafnteflið í kvöld tryggði fyrsta stig Gróttu þetta tímabilið. „Þetta var ótrúlega dýrmætur punktur fyrir framhaldið. Auðvitað geta menn misst trúna þegar illa gengur, en það var ekki að sjá alla vikuna fyrir þennan leik. Þessir gæjar í liðinu eiga hrós skilið. Þeir gera allt sem þeir eru beðnir um að gera. Verðum bara að halda áfram.“ Arnar Daði var sáttur með markaskorun liðsins í kvöld. „Við höfum verið í erfiðleikum með að skora, samt ekki í erfiðleikum með að fá færi. Það var bara allt inni (í kvöld). Óli frábær, Biggi frábær, skynsamir sóknarlega. Við töpuðum gríðarlega fáum boltum og skotnýtingin góð. Við vorum trúir okkar leik. Nú er bara áfram.“ Varðandi leikina sem eru framundan sagði Arnar Daði þetta: „Þeir leggjast vel í mig, þetta er geðveikt gaman að taka þátt í þessu. Sérstaklega þegar maður er með alla strákana með sér í liði og allir að sigla í sömu átt. Enginn bilbugur á okkur að sjá sama hvernig gengur í öllum leikjum, sem er virðingarvert.“
Íslenski handboltinn Grótta Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta 30-30 | Fyrsta stig Gróttu kom í Mosó Lokaleikur fjórðu umferðar í Olís-deild karla var spilaður í kvöld þar sem Afturelding fékk Gróttu í heimsókn. Leiknum lauk með jafntefli 30-30 í hörku leik. 17. október 2021 20:51 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta 30-30 | Fyrsta stig Gróttu kom í Mosó Lokaleikur fjórðu umferðar í Olís-deild karla var spilaður í kvöld þar sem Afturelding fékk Gróttu í heimsókn. Leiknum lauk með jafntefli 30-30 í hörku leik. 17. október 2021 20:51