Sport

Dagskráin í dag: Tölvuleikjamánudagur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Heimsmeistaramótið í League of Legends heldur áfram í dag.
Heimsmeistaramótið í League of Legends heldur áfram í dag. Lance Skundrich/Riot Games Inc. via Getty Images

Tölvuleikirnir eiga daginn á sportrásum Stöðvar 2 á þessum annars ágæta mánudegi.

Heimsmeistaramótið í League ofLegends heldur áfram, en eins og flestir ættu að vera farnir að vita fer það fram í Laugardalshöll um þessar mundir. Í dag er seinasti dagur riðlakeppninnar, en aðeins á eftir að klára D-riðilinn.Líkt og áður hefst útsending á Stöð 2 eSport klukkan 11:00.

Strákarnir í Game Tíví leiða okkur inn í nóttina, en tölvurnar verða ræstar á slaginu klukkan 20:00 á Stöð 2 eSport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.