Kennarar höfum hátt! Davíð Sól Pálsson skrifar 17. október 2021 14:31 Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar