Handbolti

KA/Þór með fjögurra marka sigur í fyrsta Evrópuleiknum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martha Hermannsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir KA/Þór í dag.
Martha Hermannsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir KA/Þór í dag. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar KA/Þórs heimsóttu Kósovómeistara KHF Istogu í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór reyndist sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 26-22.

Heimakonur komust í 4-1 strax í upphafi leiks, en stelpurnar að norðan unnu sig fljótt inn í leikinn á ný. Það sem eftir lifði hálfleiks héldust liðin í hendur, og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 12-11, Istogu í vil.

Áfram var jafnræði með liðunum í seinni hálflei, en KA/Þór náði tveggja marka forystu í stöðunni 18-16.

Þegar lítið var eftir af leiknum voru það hins vegar heimakonur sem leiddu 22-21. Stelpurnar að norðan settu þá í annan gír og skoruðu seinustu fimm mörk leiksins. Lokatölur urðu því 26-22, en liðin mætast aftur á morgun

Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með sjö mörk, en þar á eftir kom Aldís Ásta Heimisdóttir með fimm.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.