Körfubolti

Boltinn lýgur ekki: Martin í beinni frá Spáni, NBA og íslensku deildirnar

Boltinn lýgur ekki skrifar
Boltinn lýgur ekki er á dagskrá alla fimmtudaga
Boltinn lýgur ekki er á dagskrá alla fimmtudaga X977

Útvarpsþátturinn Boltinn lýgur ekki fær til sín góða gesti í dag en þátturinn hefst klukkan 16:00 á X-inu 977. Martin Hermannsson verður á línunni og Hörður Unnsteinsson mætir í hljóðverið.

Hörður, sem er einn helsti NBA-sérfræðingur landsins, kemur í heimsókn og ræðir málin sem eru efst á baugi í þessari sterkustu körfuboltadeild í heiminum. 

Tímabilið hefst í næstu viku og enn er algerlega óljóst hvað tvær af stærstu stjörnum deildarinnar, Kyrie Irving og Ben Simmons, ætla sér að gera. Þá mun Hörður einnig fara yfir íslensku deildirnar með þáttarstjórnendum.

Í síðari hlutanum hringja þáttarstjórnendur til Spánar, nánar til tekið til Valencia, og heyra hljóðið í besta körfuboltamanni Íslands, Martin Hermannssyni. Alls kyns málefni verða á dagskrá með Martin en hann átti frábæran leik á dögunum þegar Valencia mætti Real Madrid.

Boltinn lýgur ekki er körfuboltaþáttur í umsjón Sigurðar Orra Kristjánssonar og Tómasar Steindórssonar og er á dagskrá alla fimmtudaga milli 16:00 og 18:00 á X-inu 977.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×