Birgitta og Gói koma Láru og Ljónsa á svið Þjóðleikhússins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2021 17:00 Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson vinna nú að jólasýningu fyrir börnin. Þjóðleikhúsið Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson sameina krafta sína í Þjóðleikhúsinu í vetur með barnasýningunni Lára og Ljónsi - jólasaga. Fyrstu Láru-bækurnar Birgittu komu út árið 2015 og hafa síðan þá verið vinsælar hjá ungum lesendum. „Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins. Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
„Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”