Sköpum öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk Haukur Valtýsson og Jóhann Steinar Ingimundarson skrifa 12. október 2021 09:30 Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Íþróttir barna Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun