Einar Sverrisson: „Gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og á móti Fram aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2021 21:45 Einar Sverrisson skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, var virkilega sáttur með 27-23 sigur liðsins gegn FH í Olís-deild karla í kvöld. Einar skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga, en viðurkennir að leikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska á upphafsmínútum leiksins. „Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
„Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira