Körfubolti

Missa heima­völlinn sinn í miðri úr­slita­keppni WNBA útaf Dis­n­ey sýningu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diana Taurasi er leiðtogi Phoenix Mercury liðsins og einn besti leikmaðurinn í sögu WNBA deildarinnar.
Diana Taurasi er leiðtogi Phoenix Mercury liðsins og einn besti leikmaðurinn í sögu WNBA deildarinnar. AP/Elaine Thompson

Úrslitakeppni WNBA deildarinnar í körfubolta stendur nú yfir og þó að kvennadeildin sé í sókn þarf hún enn að glíma við ákveðið virðingarleysi.

Phoenix Mercury liðið hefur þrisvar orðið WNBA meistari og er með lið í úrslitakeppninni í ár.

Mercury liðið mætir liði Las Vegas Aces í undanúrslitum úrslitakeppninnar en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í lokaúrslitin.

Phoenix Mercury spilar heimaleiki sína vanalega í Footprint Center, eins og Phoenix Suns liðið í NBA-deildinni, en svo verður ekki í heimaleiknum í þessari úrslitakeppni.

Heimavöllur liðsins er nefnilega upptekinn 3. október, þegar heimaleikur liðsins í undanúrslitunum fer fram.

Það var búið að leigja hann út fyrir Disney danssýninguna Disney On Ice.

Phoenix Mercury þarf því að spila leikinn í Desert Financial Arena sem er heimavöllur háskólaliðs Arizona State.

Það er erfitt að sjá fyrir sér Phoenix Suns liðið þurfa að gefa eftir heimavöllin sinn í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×