Frambjóðandi í hlutastarfi Bára Halldórsdóttir skrifar 23. september 2021 14:15 Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi. Margir hafa látið í sér heyra í gegnum þessa kosningabaráttu að fólk eins og ég, fátækir, langveikir, fatlaðir, öryrkjar og eldri borgarar geti ekki sinnt starfi þingmans. Afhverju ætti fulltrúi þessa hópa ekki að vera inn á borði allra helstu nefnda og ráða sem fjalla um málefni þeirra? Best er að hafa að leiðarljósi þessa einföldu setningu; ekkert um okkur án okkar! Í okkar samfélagi er örlítið svigrúm fyrir öryrkja að vinna samhliða bótum. Það svigrúm mætti að sjálfsögðu vera meira og kerfið mætti vera hvetjandi frekar en letjandi. Á Alþingi er t.d. ekki gert ráð fyrir einstaklingum í hlutastarfi,þ.e. einstaklingum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Umhverfi kosninganna, kosningabaráttan, þingseta, varaþingmennska eða aðrir kimar pólitískra starfa gefa ekki kost á hlutastarfi. Kerfið gefur heldur ekki kost á aðstoðinni sem er þörf á, einstaklingar sem þurfa aðstoð frá kerfinu þurfa sífellt að berjast við að fá þá þjónustu sem þeir eru metnir af kerfinu til þess að þurfa. Ef einstaklingur er metinn til þess að þurfa 40 klst á mánuði í stuðning er alls ekki víst að hægt sé að fá allan þann tíma úthlutaðan. Þjónustuþörfin er 40 klst en kerfið hefur ekki mannaflann, peningana eða getuna til að úthluta þessum 40 klst. Þess í stað fær einstaklingurinn einungis hluta af aðstoðinni sem hann þarf samkvæmt mai. Þetta og margt annað spilar inní að fólk eins og ég geta ekki sinnt starfi frambjóðanda nema í hlutastarfi. Sjúkdómurinn minn tekur prósentu frá mér, skortur á stuðningi frá kerfinu tekur prósentu frá mér, biðlistar í heilbrigðiskerfinu taka prósentu frá mér og svona mætti lengi telja. Til þess að ég geti átt möguleikann á að verða frambjóðandi í fullu starfi þarf ég að fá þessar prósentur til baka.Sjúkdómurinn er og verður en bótakerfið, heilbrigðiskerfið og stuðningskerfið gætu fært mér prósentur til baka í líf mitt og hjálpað mér að vera frambjóðandinn sem ég vil vera: Frambjóðandi sem getur verið til jafns við aðra frambjóðendur. Frambjóðandi sem stendur ekki höllum fæti fyrirfram. Frambjóðandi sem hefur jafn mikin möguleika og aðrir til að sinna starfi frambjóðanda og mögulega einhvern tíman starfi þingmanns. Texti skrifaður með aðstoð liðveitanda úr sjúkrarúmi. Höfundur skipar níunda sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Félagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi. Margir hafa látið í sér heyra í gegnum þessa kosningabaráttu að fólk eins og ég, fátækir, langveikir, fatlaðir, öryrkjar og eldri borgarar geti ekki sinnt starfi þingmans. Afhverju ætti fulltrúi þessa hópa ekki að vera inn á borði allra helstu nefnda og ráða sem fjalla um málefni þeirra? Best er að hafa að leiðarljósi þessa einföldu setningu; ekkert um okkur án okkar! Í okkar samfélagi er örlítið svigrúm fyrir öryrkja að vinna samhliða bótum. Það svigrúm mætti að sjálfsögðu vera meira og kerfið mætti vera hvetjandi frekar en letjandi. Á Alþingi er t.d. ekki gert ráð fyrir einstaklingum í hlutastarfi,þ.e. einstaklingum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Umhverfi kosninganna, kosningabaráttan, þingseta, varaþingmennska eða aðrir kimar pólitískra starfa gefa ekki kost á hlutastarfi. Kerfið gefur heldur ekki kost á aðstoðinni sem er þörf á, einstaklingar sem þurfa aðstoð frá kerfinu þurfa sífellt að berjast við að fá þá þjónustu sem þeir eru metnir af kerfinu til þess að þurfa. Ef einstaklingur er metinn til þess að þurfa 40 klst á mánuði í stuðning er alls ekki víst að hægt sé að fá allan þann tíma úthlutaðan. Þjónustuþörfin er 40 klst en kerfið hefur ekki mannaflann, peningana eða getuna til að úthluta þessum 40 klst. Þess í stað fær einstaklingurinn einungis hluta af aðstoðinni sem hann þarf samkvæmt mai. Þetta og margt annað spilar inní að fólk eins og ég geta ekki sinnt starfi frambjóðanda nema í hlutastarfi. Sjúkdómurinn minn tekur prósentu frá mér, skortur á stuðningi frá kerfinu tekur prósentu frá mér, biðlistar í heilbrigðiskerfinu taka prósentu frá mér og svona mætti lengi telja. Til þess að ég geti átt möguleikann á að verða frambjóðandi í fullu starfi þarf ég að fá þessar prósentur til baka.Sjúkdómurinn er og verður en bótakerfið, heilbrigðiskerfið og stuðningskerfið gætu fært mér prósentur til baka í líf mitt og hjálpað mér að vera frambjóðandinn sem ég vil vera: Frambjóðandi sem getur verið til jafns við aðra frambjóðendur. Frambjóðandi sem stendur ekki höllum fæti fyrirfram. Frambjóðandi sem hefur jafn mikin möguleika og aðrir til að sinna starfi frambjóðanda og mögulega einhvern tíman starfi þingmanns. Texti skrifaður með aðstoð liðveitanda úr sjúkrarúmi. Höfundur skipar níunda sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun