Óbærilegt ógagnsæi eftirlauna eldri borgara Viðar Eggertsson skrifar 23. september 2021 08:16 Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu. Vísitölutenging lífeyrisjóðsgreiðslna skilar þeim örlítilli hækkun mánaðarlega yfir árið. Yfirleitt er tekjuáætlun ekki flóknari en það. Síðan geta komið óvæntar tekjur, líkt og hjá öllum öðrum. Eldri borgarar reyna að skila samviskusamlega réttri tekjuáætlun fyrir komandi ár og taka yfirleitt tillit til áætlaðra hækkana á greiðslum úr lífeyrissjóði og jafnvel hana ríflegri en ætla má, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðan hefjast reglulegar greiðslur frá Tryggingastofnun og um leið óvissa um hvort tekjuáætlunin standist gagnvart Tryggingastofnun og útreikningi hennar á eftirlaunum með tilliti til skatta og skerðinga. Greiðslur berast mánaðarlega á reikning eftirlaunatakans án teljandi upplýsinga um hvernig þær eru reiknaðar. Nagandi óvissa Þegar eldri borgarinn hefur síðan skilað inn skattskýrslu sinni fyrir tekjuárið fer af stað eftirá útreikningur hjá Tryggingastofnun hvort allt hafi nú verið rétt. Hvort stofnunin hafi ofgreitt til eldri borgarans - eða vangreitt. Hið síðarnefnda er miklu mun fátíðara að mati Tryggingastofnunar sjálfrar. Hún hefur einstakt lag á að skilja lög þrengsta skilningi – eftirlaunamanninum í óhag. Stóri dómur fellur hjá Tryggingastofnun um einu og hálfu ári eftir að eftirlaunatakinn skilaði inn tekjuáætlun sinni fyrir árið sem liðið er. Margir eldri borgarar kvíða þessu uppgjöri. Fæstir búast við jákvæðum úrskurði því oftast er það svo að einhvern veginn tekst reiknimeisturum kerfisins að finna út í útreikningum sínum að lífeyristakinn hafi dregið sér fé frá Tryggingastofnun, ef svo má segja, og hann skuldi stofnuninni. Ógagnsæi Hið ógagnsæja kerfi sem búið hefur verið til og ellilífeyrir frá Tryggingstofnun grundvallast á veldur mörgum eldri borgararnum verulegum kvíða í löngum aðdraganda uppgjörsins og síðan oft örvilnan, reiði og vanmætti þegar stóri dómur fellur. Þó svo að eftirlaunamaðurinn efist um niðurstöðu Tryggingastofnunar í uppgjöri hennar á hann erfitt með að beita sér í málinu. Hann mætir her lögfræðinga sem eru á launum hjá stofnuninni þegar hann skýtur máli sínu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Stendur þá einn á móti þeim öllum. Fáir treysta sér í það ferli einir og óstuddir. Það er með ólíkindum að eldra fólki sem fær eftirlaun frá Tryggingastofnun skuli ekki fá sundurliðaðan launaseðil um hver mánaðarmót. Á launaseðlinum ætti að koma fram vel sundurliðaðar greiðslur til eftirlaunamannsins, eins og almennt gerist á vinnumarkaði. Annars vegar frá tekjuáætlun eftirlaunamannsins, þar sem kemur fram hvaða greiðslur koma frá lífeyrissjóði, fjármagnstekjur og önnur laun. Hinsvegar eftirlaun frá Tryggingastofnun og vel tíundaðar og skilgreindar skerðingar á þeim. Að viðbættu þessu frádregnir skattar og gjöld. Ef slíkur launaseðill birtist eftirlaunamanninum um hver mánaðarmót ætti hann auðveldara með að bregðast fyrr við og ef þörf væri á að uppfæra tekjuáætlun sína til að minnka hugsanlega örvilnan í lokauppgjöri sem margir kvíða fyrir. Hvaða launamaður á vinnumarkaði myndi láta bjóða sér slíkt? Greinilega sundurliðaður launaseðill og gagnsæi í launaútreikningi er sjálfsagt mál á almennum vinnumarkaði. Af hverju ekki hjá Tryggingastofnun ríkisins? Þessu verður að breyta. Það verður að taka almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins til gagngerrar endurskoðunar. Það er eitt af því sem er á stefnuskrá Samfylkingarinnar ef hún fær til þess brautargengi í kosningunum 25. september. Atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt eldra fólki á Íslandi. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar i Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu. Vísitölutenging lífeyrisjóðsgreiðslna skilar þeim örlítilli hækkun mánaðarlega yfir árið. Yfirleitt er tekjuáætlun ekki flóknari en það. Síðan geta komið óvæntar tekjur, líkt og hjá öllum öðrum. Eldri borgarar reyna að skila samviskusamlega réttri tekjuáætlun fyrir komandi ár og taka yfirleitt tillit til áætlaðra hækkana á greiðslum úr lífeyrissjóði og jafnvel hana ríflegri en ætla má, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðan hefjast reglulegar greiðslur frá Tryggingastofnun og um leið óvissa um hvort tekjuáætlunin standist gagnvart Tryggingastofnun og útreikningi hennar á eftirlaunum með tilliti til skatta og skerðinga. Greiðslur berast mánaðarlega á reikning eftirlaunatakans án teljandi upplýsinga um hvernig þær eru reiknaðar. Nagandi óvissa Þegar eldri borgarinn hefur síðan skilað inn skattskýrslu sinni fyrir tekjuárið fer af stað eftirá útreikningur hjá Tryggingastofnun hvort allt hafi nú verið rétt. Hvort stofnunin hafi ofgreitt til eldri borgarans - eða vangreitt. Hið síðarnefnda er miklu mun fátíðara að mati Tryggingastofnunar sjálfrar. Hún hefur einstakt lag á að skilja lög þrengsta skilningi – eftirlaunamanninum í óhag. Stóri dómur fellur hjá Tryggingastofnun um einu og hálfu ári eftir að eftirlaunatakinn skilaði inn tekjuáætlun sinni fyrir árið sem liðið er. Margir eldri borgarar kvíða þessu uppgjöri. Fæstir búast við jákvæðum úrskurði því oftast er það svo að einhvern veginn tekst reiknimeisturum kerfisins að finna út í útreikningum sínum að lífeyristakinn hafi dregið sér fé frá Tryggingastofnun, ef svo má segja, og hann skuldi stofnuninni. Ógagnsæi Hið ógagnsæja kerfi sem búið hefur verið til og ellilífeyrir frá Tryggingstofnun grundvallast á veldur mörgum eldri borgararnum verulegum kvíða í löngum aðdraganda uppgjörsins og síðan oft örvilnan, reiði og vanmætti þegar stóri dómur fellur. Þó svo að eftirlaunamaðurinn efist um niðurstöðu Tryggingastofnunar í uppgjöri hennar á hann erfitt með að beita sér í málinu. Hann mætir her lögfræðinga sem eru á launum hjá stofnuninni þegar hann skýtur máli sínu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Stendur þá einn á móti þeim öllum. Fáir treysta sér í það ferli einir og óstuddir. Það er með ólíkindum að eldra fólki sem fær eftirlaun frá Tryggingastofnun skuli ekki fá sundurliðaðan launaseðil um hver mánaðarmót. Á launaseðlinum ætti að koma fram vel sundurliðaðar greiðslur til eftirlaunamannsins, eins og almennt gerist á vinnumarkaði. Annars vegar frá tekjuáætlun eftirlaunamannsins, þar sem kemur fram hvaða greiðslur koma frá lífeyrissjóði, fjármagnstekjur og önnur laun. Hinsvegar eftirlaun frá Tryggingastofnun og vel tíundaðar og skilgreindar skerðingar á þeim. Að viðbættu þessu frádregnir skattar og gjöld. Ef slíkur launaseðill birtist eftirlaunamanninum um hver mánaðarmót ætti hann auðveldara með að bregðast fyrr við og ef þörf væri á að uppfæra tekjuáætlun sína til að minnka hugsanlega örvilnan í lokauppgjöri sem margir kvíða fyrir. Hvaða launamaður á vinnumarkaði myndi láta bjóða sér slíkt? Greinilega sundurliðaður launaseðill og gagnsæi í launaútreikningi er sjálfsagt mál á almennum vinnumarkaði. Af hverju ekki hjá Tryggingastofnun ríkisins? Þessu verður að breyta. Það verður að taka almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins til gagngerrar endurskoðunar. Það er eitt af því sem er á stefnuskrá Samfylkingarinnar ef hún fær til þess brautargengi í kosningunum 25. september. Atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt eldra fólki á Íslandi. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar i Reykjavík suður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun