Garðyrkjuskólinn á Reykjum rústir einar Erna Valsdóttir skrifar 22. september 2021 21:31 Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu. Staðsetning skólans að Reykjum í Ölfus hefur hentað einkar vel rekstri skólans, þar hefur skólinn gott rými, byggingar eru gamlar en nokkuð góðar og hentuðu starfseminni vel og skólinn nýtur heita vatnsins sem kemur úr jörðu í landi Reykja. Reykir henta því mjög vel undir starfsemi skólans, fái hann að blómstra. Árið 2005 var Garðyrkjuskólinn að Reykjum sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Allt frá sameiningu Garðyrkjuskólans við Landbúnaðarháskólann hefur skólastarfinu og byggingum hans farið hnignandi vegna fjársveltis og hefur skólinn haft mjög takmarkað fé til að halda við húsakosti og fara í nýframkvæmdir. Vegna slæms ástands skólans hafa veður og vindar farið illa með skólahúsið og aðstöðu skólans. Skólanum var veitt fjármagn til endurbóta fyrir nokkru og voru gerðar nokkrar endurbætur en framkvæmdir eru þó komnar í bið þar sem framkvæmdaféð nægði ekki fyrir nema hluta þeirra endurbóta sem þörf er á. Einnig hafa komið í ljós gallar í hönnun endurbóta vegna samráðsleysis við kennara skólans sem þekkja best til þarfa skólans. Segja má að skólinn sé lamaður vegna aðstöðu-, skipulags- og kennaraleysis. Ljóst er að núverandi rektor Landbúnaðarháskólans er að takast það ætlunarverk sitt að eyðileggja þennan merka skóla enda hefur starfmönnum skólans farið fækkandi vegna stefnu rektors og starfshátta og stefnir í að fáir eða engir kennarar og starfsmenn verði eftir við skólann á næsta skólaári. Algert skilningsleysi hefur ríkt á eðli og starfi Garðyrkjuskólans í höfuðstöðvunum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hlotist mikill skaði af. Á síðasta ári tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá afdrifaríku ákvörðum að sameina skyldi Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi en sú sameining hafði verið til skoðunar um tíma. Þetta var að mestu gert án samráðs við sérfræðinga Garðyrkjuskólans og án þess að aðstaðan á Reykjum fylgdi með í yfirfærslunni. Þessi sameiningarákvörðum hefur leitt í ljós að hún hentar alls ekki garðyrkjumenntun sem er á allt öðrum grunni byggð, bæði kennslu, faglega og aðstöðulega, en annað nám sem kennt er við Fjölbrautarskólann með fullri virðingu fyrir þeim mæta skóla. Má sem dæmi nefna að algjör óvissa ríkti nú í haust um hvort nám við skólann hæfist yfir höfuð og biðu nemendur og kennarar milli vonar og ótta og var ekki ljóst fyrr en fáeinum dögum fyrir skólabyrjun að framhald yrði á kennslu þeirra nemenda sem þegar höfðu hafið nám á fyrri árum vegna manneklu. Þessari óheillaþróun verður að snúa við strax og endurreisa þennan merka skóla sem sjálfstæða stofnun á grunni Garðyrkjuskólans á Reykjum og með þeim mannauði og sérfræðiþekkingu sem felst í núverandi kennurum og starfsmönnum skólans. Með nýjum Garðyrjuskóla verður hægt að hefja aftur til vegs og virðingar þróun og uppbyggingu garðyrkjunámsins og halda áfram að efla þekkingu á sviði ræktunar matvæla, blóma og trjáa hér á landi sem næra okkur og fegra umhverfi okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Garðyrkja Ölfus Skóla - og menntamál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu. Staðsetning skólans að Reykjum í Ölfus hefur hentað einkar vel rekstri skólans, þar hefur skólinn gott rými, byggingar eru gamlar en nokkuð góðar og hentuðu starfseminni vel og skólinn nýtur heita vatnsins sem kemur úr jörðu í landi Reykja. Reykir henta því mjög vel undir starfsemi skólans, fái hann að blómstra. Árið 2005 var Garðyrkjuskólinn að Reykjum sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Allt frá sameiningu Garðyrkjuskólans við Landbúnaðarháskólann hefur skólastarfinu og byggingum hans farið hnignandi vegna fjársveltis og hefur skólinn haft mjög takmarkað fé til að halda við húsakosti og fara í nýframkvæmdir. Vegna slæms ástands skólans hafa veður og vindar farið illa með skólahúsið og aðstöðu skólans. Skólanum var veitt fjármagn til endurbóta fyrir nokkru og voru gerðar nokkrar endurbætur en framkvæmdir eru þó komnar í bið þar sem framkvæmdaféð nægði ekki fyrir nema hluta þeirra endurbóta sem þörf er á. Einnig hafa komið í ljós gallar í hönnun endurbóta vegna samráðsleysis við kennara skólans sem þekkja best til þarfa skólans. Segja má að skólinn sé lamaður vegna aðstöðu-, skipulags- og kennaraleysis. Ljóst er að núverandi rektor Landbúnaðarháskólans er að takast það ætlunarverk sitt að eyðileggja þennan merka skóla enda hefur starfmönnum skólans farið fækkandi vegna stefnu rektors og starfshátta og stefnir í að fáir eða engir kennarar og starfsmenn verði eftir við skólann á næsta skólaári. Algert skilningsleysi hefur ríkt á eðli og starfi Garðyrkjuskólans í höfuðstöðvunum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hlotist mikill skaði af. Á síðasta ári tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá afdrifaríku ákvörðum að sameina skyldi Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi en sú sameining hafði verið til skoðunar um tíma. Þetta var að mestu gert án samráðs við sérfræðinga Garðyrkjuskólans og án þess að aðstaðan á Reykjum fylgdi með í yfirfærslunni. Þessi sameiningarákvörðum hefur leitt í ljós að hún hentar alls ekki garðyrkjumenntun sem er á allt öðrum grunni byggð, bæði kennslu, faglega og aðstöðulega, en annað nám sem kennt er við Fjölbrautarskólann með fullri virðingu fyrir þeim mæta skóla. Má sem dæmi nefna að algjör óvissa ríkti nú í haust um hvort nám við skólann hæfist yfir höfuð og biðu nemendur og kennarar milli vonar og ótta og var ekki ljóst fyrr en fáeinum dögum fyrir skólabyrjun að framhald yrði á kennslu þeirra nemenda sem þegar höfðu hafið nám á fyrri árum vegna manneklu. Þessari óheillaþróun verður að snúa við strax og endurreisa þennan merka skóla sem sjálfstæða stofnun á grunni Garðyrkjuskólans á Reykjum og með þeim mannauði og sérfræðiþekkingu sem felst í núverandi kennurum og starfsmönnum skólans. Með nýjum Garðyrjuskóla verður hægt að hefja aftur til vegs og virðingar þróun og uppbyggingu garðyrkjunámsins og halda áfram að efla þekkingu á sviði ræktunar matvæla, blóma og trjáa hér á landi sem næra okkur og fegra umhverfi okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar