Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson skrifar 3. október 2016 00:00 Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, svo sumt sé nefnt. Á milli skilur langoftast þegar kemur að lausnum. Bæði aðferðum við lausnir og leiðum til að finna fjármagn til lausnanna. Og viðmið flokka og hreyfinga eru oftast ólík. Hverra hagsmunum viljum við þjóna? Þeirra sem afla síns viðurværis með eigin afli, þekkingu og hyggjuviti? Þeirra sem treysta á samfélagslega aðstoð vegna áfalla eða aldurs? Þeirra sem lifa af lágum launum og meðallaunum? Þeirra sem þrá betri lífsskilyrði og meiri menntun? Þeirra sem sjá sjálfbærar náttúrunytjar sem einan valkost til næstu áratuga? Þeirra sem skilja að fjölmenning er fólgin í byggð sem víðast á landinu og í sem opnustu samfélagi allra er vilja búa á Íslandi?Heildræna sýn á samfélagið og heiminn Þegar við sem skipum lista VG í víðáttumesta kjördæmi landsins hittum Sunnlendinga á næstu vikum, gildir meðal annars að hlusta á orð um hvað á ykkur brennur og færa rök fyrir því sem við teljum rétt að gera í þeirra ljósi. Við getum líka minnt á að stjórnmálahreyfing hefur heildræna sýn á samfélagið og heiminn langt fram í tímann en líka stefnu til eins eða tveggja kjörtímabila sem miðar að endurbótum á óréttlátu efnahagskerfi, daglegu lífi almennings og hnökróttu lýðræði. Ég ætla að vinna opið og heiðarlega að verkefnum sem mynda málefnaskrá og málefnalausnir VG í sem mestri samvinnu við jafnt liðsmenn hreyfingarinnar sem kjósendur, jafnvel aðra flokka ef unnt er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, svo sumt sé nefnt. Á milli skilur langoftast þegar kemur að lausnum. Bæði aðferðum við lausnir og leiðum til að finna fjármagn til lausnanna. Og viðmið flokka og hreyfinga eru oftast ólík. Hverra hagsmunum viljum við þjóna? Þeirra sem afla síns viðurværis með eigin afli, þekkingu og hyggjuviti? Þeirra sem treysta á samfélagslega aðstoð vegna áfalla eða aldurs? Þeirra sem lifa af lágum launum og meðallaunum? Þeirra sem þrá betri lífsskilyrði og meiri menntun? Þeirra sem sjá sjálfbærar náttúrunytjar sem einan valkost til næstu áratuga? Þeirra sem skilja að fjölmenning er fólgin í byggð sem víðast á landinu og í sem opnustu samfélagi allra er vilja búa á Íslandi?Heildræna sýn á samfélagið og heiminn Þegar við sem skipum lista VG í víðáttumesta kjördæmi landsins hittum Sunnlendinga á næstu vikum, gildir meðal annars að hlusta á orð um hvað á ykkur brennur og færa rök fyrir því sem við teljum rétt að gera í þeirra ljósi. Við getum líka minnt á að stjórnmálahreyfing hefur heildræna sýn á samfélagið og heiminn langt fram í tímann en líka stefnu til eins eða tveggja kjörtímabila sem miðar að endurbótum á óréttlátu efnahagskerfi, daglegu lífi almennings og hnökróttu lýðræði. Ég ætla að vinna opið og heiðarlega að verkefnum sem mynda málefnaskrá og málefnalausnir VG í sem mestri samvinnu við jafnt liðsmenn hreyfingarinnar sem kjósendur, jafnvel aðra flokka ef unnt er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar