Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson skrifar 3. október 2016 00:00 Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, svo sumt sé nefnt. Á milli skilur langoftast þegar kemur að lausnum. Bæði aðferðum við lausnir og leiðum til að finna fjármagn til lausnanna. Og viðmið flokka og hreyfinga eru oftast ólík. Hverra hagsmunum viljum við þjóna? Þeirra sem afla síns viðurværis með eigin afli, þekkingu og hyggjuviti? Þeirra sem treysta á samfélagslega aðstoð vegna áfalla eða aldurs? Þeirra sem lifa af lágum launum og meðallaunum? Þeirra sem þrá betri lífsskilyrði og meiri menntun? Þeirra sem sjá sjálfbærar náttúrunytjar sem einan valkost til næstu áratuga? Þeirra sem skilja að fjölmenning er fólgin í byggð sem víðast á landinu og í sem opnustu samfélagi allra er vilja búa á Íslandi?Heildræna sýn á samfélagið og heiminn Þegar við sem skipum lista VG í víðáttumesta kjördæmi landsins hittum Sunnlendinga á næstu vikum, gildir meðal annars að hlusta á orð um hvað á ykkur brennur og færa rök fyrir því sem við teljum rétt að gera í þeirra ljósi. Við getum líka minnt á að stjórnmálahreyfing hefur heildræna sýn á samfélagið og heiminn langt fram í tímann en líka stefnu til eins eða tveggja kjörtímabila sem miðar að endurbótum á óréttlátu efnahagskerfi, daglegu lífi almennings og hnökróttu lýðræði. Ég ætla að vinna opið og heiðarlega að verkefnum sem mynda málefnaskrá og málefnalausnir VG í sem mestri samvinnu við jafnt liðsmenn hreyfingarinnar sem kjósendur, jafnvel aðra flokka ef unnt er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, svo sumt sé nefnt. Á milli skilur langoftast þegar kemur að lausnum. Bæði aðferðum við lausnir og leiðum til að finna fjármagn til lausnanna. Og viðmið flokka og hreyfinga eru oftast ólík. Hverra hagsmunum viljum við þjóna? Þeirra sem afla síns viðurværis með eigin afli, þekkingu og hyggjuviti? Þeirra sem treysta á samfélagslega aðstoð vegna áfalla eða aldurs? Þeirra sem lifa af lágum launum og meðallaunum? Þeirra sem þrá betri lífsskilyrði og meiri menntun? Þeirra sem sjá sjálfbærar náttúrunytjar sem einan valkost til næstu áratuga? Þeirra sem skilja að fjölmenning er fólgin í byggð sem víðast á landinu og í sem opnustu samfélagi allra er vilja búa á Íslandi?Heildræna sýn á samfélagið og heiminn Þegar við sem skipum lista VG í víðáttumesta kjördæmi landsins hittum Sunnlendinga á næstu vikum, gildir meðal annars að hlusta á orð um hvað á ykkur brennur og færa rök fyrir því sem við teljum rétt að gera í þeirra ljósi. Við getum líka minnt á að stjórnmálahreyfing hefur heildræna sýn á samfélagið og heiminn langt fram í tímann en líka stefnu til eins eða tveggja kjörtímabila sem miðar að endurbótum á óréttlátu efnahagskerfi, daglegu lífi almennings og hnökróttu lýðræði. Ég ætla að vinna opið og heiðarlega að verkefnum sem mynda málefnaskrá og málefnalausnir VG í sem mestri samvinnu við jafnt liðsmenn hreyfingarinnar sem kjósendur, jafnvel aðra flokka ef unnt er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar