Sport

Conor McGregor með vandræðalega lélegt kast á hafnaboltaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það vantaði ekki að Conor McGregor var mjög flottur í tauinu en kastið var ekki í sama klassa.
Það vantaði ekki að Conor McGregor var mjög flottur í tauinu en kastið var ekki í sama klassa. AP/Charles Rex Arbogast

Bardagamaðurinn Conor McGregor er ekki mikill kastari ef marka má frammistöðu hans á hafnaboltaleik Chicago Cubs og Minnesota Twins í Bandaríkjunum.

Conor hafði vissulega kraftinn í kastið en miðið var skelfilegt. Í stað þess að boltinn færi í átt að manninum með hafnaboltakylfinga þá sveif hann langt yfir hann.

Kast Conors kom flestum á óvart en hann sjálfur sagðist eftir á hafa verið ánægður með það.

Hann breytti því þá ekki að verða að aðhlátursefni á samfélagsmiðlum vestan hafs.

Bandaríkjamenn læra flestir að kasta snemma á ævinni enda mikill hafnaboltaáhugi í landinu.

Conor kemur frá Írlandi og er eins og flestir vita margfaldur meistari í blönduðu bardagaíþróttum.

Frammistaðan í síðustu bardögum hefur ekki verið ein glæsileg og áður enda kappinn orðinn 33 ára gamall og á lokakafla síns bardagaferils.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur viðbrögð við þessu hörmulega kasti Conors McGregor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.