Innlent

Hálka á götum höfuð­borgarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsti snjór vetrarins í höfuðborginni féll í hádeginu.
Fyrsti snjór vetrarins í höfuðborginni féll í hádeginu. Vísir/Atli

Svo virðist sem veturinn komi snemma þetta árið og hafa einhverjir ökumenn orðið varir við hálku á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögreglan hvetji alla vegfarendur til að sýna aðgát og fara varlega.

„Borist hafa fyrirspurnir um hvort afskipti verði höfð af bifreiðum búnum nagladekkjum, en í ljósi aðstæðna verður það EKKI gert,“ segir í tilkynningunni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.