Verndum störf í sjávarútvegi Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 21. september 2021 13:45 Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í umræðum um sjávarútveg nú fyrir Alþingiskosningarnar virðist gleymast sú staðreynt að u.þ.b. 80% starfa í sjávarútvegi er á landsbyggðinni. Er þá einungis verið að miða við fjölda starfandi í atvinnugreininni í hefðbundnum skilningi, þ.e. veiðum og vinnslu, en ekki eru taldar með aðrar greinar sem tengjast beint eða óbeint starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þeirra starfa, sem flest tengjast þjónustu og þekkingu, hefur aukist mikið á undanförum árum og eru þau ekki síður mikilvæg en störf sjómanna og fiskvinnslufólks um land allt. Þau störf eru einnig í miklum meirihluta á landsbyggðinni. Þessa þróun má rekja til bættu umhverfi fyrir stórauknar tækniframfarir og nýsköpunar þar sem sjávarútvegur er helsti drifkrafturinn í íslensku hagkerfi. Þessi þróun hefur gert það að verkum að þrátt fyrir að hefðbundnum störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað hafa mörg vel launuð hliðarstörf orðið til í staðinn. Vægi sjávarútvegsins er mest á Austurlandi Í Norðausturkjördæmi er vægi sjávarútvegsins hvað mest á landinu, en vægi greinarinnar er mjög mismundandi eftir landshlutum. Víðast hvar, ef tekið er mið af framleiðslu, er sjávarútvegur u.þ.b.10-20% af framleiðslu en á Austurlandi hefur hlutfallið verið á bilinu 21-24% af framleiðslu, sem er mest á landinu ásamt Vestfjörðum. Jafnvel þótt, umsvif annarra atvinnugreina hefur aukist, góðu heilli, til að mynda með stórauknum umsvifum í ferðaþjónustunni, en störfin eru til staðar og þau þarf að vernda. Nú þegar styttist í Alþingiskosningar verður fyrirferðarmikil sú umræða að hægt sé að ganga á atvinnugreinina og margir frambjóðendur hafa haldið því fram að sjávarútvegur sé óþrjótandi uppspretta fjármuna sem hægt er að nýta í alls kyns ný útgjöld ríkisins. Jafnvel beinar peningagjafir til fólks. Hafa jafnvel heyrst þær hugmyndir að vænlegt sé að skipta upp öflugum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við í Framsókn höfnum slíkum hugmyndum. Auðlindaákvæði í stjórnarskrá Það sem gleymist hjá þeim sem halda slíku fram er að fiskveiðiauðlindin þarf að vera sjálfbær sem gerir það að verkum að vaxtarmöguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi er takmaður. Einnig er ekki nefnt í þessari umræðu hvað verður um störfin sem sjávarútvegurinn skapar og eru langflest á landsbyggðinni. Það er nefnilega staðreynd að sé starfsem sjávarútvegsfyrirtækja skert, bitnar það einfaldlega á fólki sem valdi sér menntun og búsetu til þess að byggja upp starfsframa í sjávarútvegi. Störfum mun fækka í greininni og það getum við Framsóknarfólk ekki samþykkt. Markmið okkar Íslendinga í sjávarútvegi er að ganga vel um og bæta umgengni um nytjastofna sjávar. Við höfum líka það markmið að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti sem á að tryggja til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðin. Við viljum að nýting fiskistofna sé með sjálfbærum hætti og hlutverk ríkisins er að tryggja gott starfsumhverfi í sjávarútvegi um leið og við viljum fá sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni. Til að tryggja þessi markmið enn betur og gera þau skýrari er ég eindreginn stuðningsmaður þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Stærstur hluti framleiðslunnar í Eyjafirði Sjávarútvegurinn er nefnilega sannkölluð „landsbyggðargrein“ og einungis landbúnaður stendur þar framar. Sjávarútvegurinn er dreifður um landið, og hefur stærsti hluti framleiðslunnar farið fram á Norðurlandi eystra, einkum í Eyjafirði. Það hefur að jafnaði mátt rekja lang stærstan hluta atvinnutekna í sjávarútvegi til tekna á landsbyggðinni. Við í Framsóknarflokknum gerum okkur grein fyrir því að öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki aðeins skapað mikilvæg störf í sjávarútvegi heldur hafa líka þau skilað gríðarlegum hagnaði inn í hagkerfið sem nýtist í heilbrigðis-, velferða- og menntamál. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf sem eru hluti af hinni hefbundnu atvinnugrein, eins störf sjómanna og fiskvinnslufólks, eða hvort störfin tengjast með öðrum hætti greininni, eins og með nýsköpun eða þjónustu. Við munum því alltaf styðja fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar ekki aðeins að sjálfbærri þróun fiskistofna heldur skapar einnig mikilvæg störf hringinn í kringum landið og gerir fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna á alþjóðavísu. Um leið höfnum við öllum hugmyndum sem eiga að kollvarpa kerfi sem stuðlar að sjálfbærni nýtingu fiskistofna, brjóta niður mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og fækka störfum í sjávarútvegi. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun