Píratar standa með sjómönnum Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 18. september 2021 19:00 Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun