Hvernig allt á að verða betra Elín Anna Gísladóttir skrifar 18. september 2021 12:00 Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra? Ég hef reynt að svara þessu eins og best verður á kosið hverju sinni. En staðreyndin er sú að það er enginn sem getur gert alla hluti betri. Ef að fólk er að kjósa eftir því prinsippi þá er það að kjósa eftir svarthvítri hugsun. Mögulega jafnvel popúlískri. Það er nefnilega staðreynd að sama hvað við stjórnmálamenn keppumst við að lofa þá getum við í raun og veru ekki lofað miklu. Þegar á hólminn er komið þá erum við 63, með mismunandi skoðanir, þurfum að finna leið til að mynda meirihluta þar sem oft þarf að gefa eftir ýmis málefni og svo líður tíminn og verkfærin virðast vera ansi mörg til þess að toga og teygja mál og halda þeim í gíslingu svo mánuðum eða jafnvel árum skipti. Ég held að nálgun fólks ætti frekar að vera sú að kjósa flokka eftir því hvaða gildum það samsamar sig við. Viltu frjálslyndi? Íhaldssemi? Viltu jafnaðarstefnu? Viltu kapítalisma? Viltu að áherslan sé á umhverfismál? Viltu að áherslan sé á jafnrétti? Viltu sjá stjórnmálafólk sem rífst og skammast eða viltu stjórnmálafólk sem hefur það prinsipp að fara í málefnin en ekki manninn og bera virðingu fyrir öðrum? Skoðanir eru mikilvægar og það skiptir máli að raddir allra heyrist. Ég hvet fólk til þess að kynna sér listana, kynna sér fólkið og kynna sér málefnin. En fyrst og fremst hvet ég fólk til þess að greina hjá sjálfu sér hvað það raunverulega vill. Hverjar eru þínar væntingar til samfélagsins? Þegar þú veist það þá fyrst ertu að kjósa eftir eigin sannfæringu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra? Ég hef reynt að svara þessu eins og best verður á kosið hverju sinni. En staðreyndin er sú að það er enginn sem getur gert alla hluti betri. Ef að fólk er að kjósa eftir því prinsippi þá er það að kjósa eftir svarthvítri hugsun. Mögulega jafnvel popúlískri. Það er nefnilega staðreynd að sama hvað við stjórnmálamenn keppumst við að lofa þá getum við í raun og veru ekki lofað miklu. Þegar á hólminn er komið þá erum við 63, með mismunandi skoðanir, þurfum að finna leið til að mynda meirihluta þar sem oft þarf að gefa eftir ýmis málefni og svo líður tíminn og verkfærin virðast vera ansi mörg til þess að toga og teygja mál og halda þeim í gíslingu svo mánuðum eða jafnvel árum skipti. Ég held að nálgun fólks ætti frekar að vera sú að kjósa flokka eftir því hvaða gildum það samsamar sig við. Viltu frjálslyndi? Íhaldssemi? Viltu jafnaðarstefnu? Viltu kapítalisma? Viltu að áherslan sé á umhverfismál? Viltu að áherslan sé á jafnrétti? Viltu sjá stjórnmálafólk sem rífst og skammast eða viltu stjórnmálafólk sem hefur það prinsipp að fara í málefnin en ekki manninn og bera virðingu fyrir öðrum? Skoðanir eru mikilvægar og það skiptir máli að raddir allra heyrist. Ég hvet fólk til þess að kynna sér listana, kynna sér fólkið og kynna sér málefnin. En fyrst og fremst hvet ég fólk til þess að greina hjá sjálfu sér hvað það raunverulega vill. Hverjar eru þínar væntingar til samfélagsins? Þegar þú veist það þá fyrst ertu að kjósa eftir eigin sannfæringu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun