Hvernig allt á að verða betra Elín Anna Gísladóttir skrifar 18. september 2021 12:00 Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra? Ég hef reynt að svara þessu eins og best verður á kosið hverju sinni. En staðreyndin er sú að það er enginn sem getur gert alla hluti betri. Ef að fólk er að kjósa eftir því prinsippi þá er það að kjósa eftir svarthvítri hugsun. Mögulega jafnvel popúlískri. Það er nefnilega staðreynd að sama hvað við stjórnmálamenn keppumst við að lofa þá getum við í raun og veru ekki lofað miklu. Þegar á hólminn er komið þá erum við 63, með mismunandi skoðanir, þurfum að finna leið til að mynda meirihluta þar sem oft þarf að gefa eftir ýmis málefni og svo líður tíminn og verkfærin virðast vera ansi mörg til þess að toga og teygja mál og halda þeim í gíslingu svo mánuðum eða jafnvel árum skipti. Ég held að nálgun fólks ætti frekar að vera sú að kjósa flokka eftir því hvaða gildum það samsamar sig við. Viltu frjálslyndi? Íhaldssemi? Viltu jafnaðarstefnu? Viltu kapítalisma? Viltu að áherslan sé á umhverfismál? Viltu að áherslan sé á jafnrétti? Viltu sjá stjórnmálafólk sem rífst og skammast eða viltu stjórnmálafólk sem hefur það prinsipp að fara í málefnin en ekki manninn og bera virðingu fyrir öðrum? Skoðanir eru mikilvægar og það skiptir máli að raddir allra heyrist. Ég hvet fólk til þess að kynna sér listana, kynna sér fólkið og kynna sér málefnin. En fyrst og fremst hvet ég fólk til þess að greina hjá sjálfu sér hvað það raunverulega vill. Hverjar eru þínar væntingar til samfélagsins? Þegar þú veist það þá fyrst ertu að kjósa eftir eigin sannfæringu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra? Ég hef reynt að svara þessu eins og best verður á kosið hverju sinni. En staðreyndin er sú að það er enginn sem getur gert alla hluti betri. Ef að fólk er að kjósa eftir því prinsippi þá er það að kjósa eftir svarthvítri hugsun. Mögulega jafnvel popúlískri. Það er nefnilega staðreynd að sama hvað við stjórnmálamenn keppumst við að lofa þá getum við í raun og veru ekki lofað miklu. Þegar á hólminn er komið þá erum við 63, með mismunandi skoðanir, þurfum að finna leið til að mynda meirihluta þar sem oft þarf að gefa eftir ýmis málefni og svo líður tíminn og verkfærin virðast vera ansi mörg til þess að toga og teygja mál og halda þeim í gíslingu svo mánuðum eða jafnvel árum skipti. Ég held að nálgun fólks ætti frekar að vera sú að kjósa flokka eftir því hvaða gildum það samsamar sig við. Viltu frjálslyndi? Íhaldssemi? Viltu jafnaðarstefnu? Viltu kapítalisma? Viltu að áherslan sé á umhverfismál? Viltu að áherslan sé á jafnrétti? Viltu sjá stjórnmálafólk sem rífst og skammast eða viltu stjórnmálafólk sem hefur það prinsipp að fara í málefnin en ekki manninn og bera virðingu fyrir öðrum? Skoðanir eru mikilvægar og það skiptir máli að raddir allra heyrist. Ég hvet fólk til þess að kynna sér listana, kynna sér fólkið og kynna sér málefnin. En fyrst og fremst hvet ég fólk til þess að greina hjá sjálfu sér hvað það raunverulega vill. Hverjar eru þínar væntingar til samfélagsins? Þegar þú veist það þá fyrst ertu að kjósa eftir eigin sannfæringu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar