Maríanna Líf Swain, eða Miss Blue Mountains, er 24 ára gömul og starfar á Keflavíkurflugvelli. Hún er feimin en finnst skemmtilegast við starfið sitt að fá að tala við fólk frá öllum heimshornum.
Morgunmaturinn?
Verð voða lítið svöng á morgnanna en fæ mér stundum hleðslu eða tvær.
Helsta freistingin?
Horfa á Harry Potter maraþon gæti gert það oft í viku ef ég hefði tímann í það
Hvað ertu að hlusta á?
Cold heart með Elton John og Dua Lipa
Hvað sástu síðast í bíó?
Síðasta mynd sem ég sá í bíó var Candyman
Hvaða bók er á náttborðinu?
Leikarinn eftir Sólveigu Pálsdóttir
Hver er þín fyrirmynd?
Ég verð að segja mamma mín og amma mín

Uppáhaldsmatur?
Ég elska Sushi
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Jake Gyllenhaal
Hvað hræðist þú mest?
Ég er með massíva trúðafóbíu
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Datt í stiganum fyrir framan fullann matsal í FSS
Hverju ertu stoltust af?
Í þessu augnabliki er ég stoltust af að hafa stigið út fyrir þægindaramann að taka þátt í þessari keppni
Hundar eða kettir?
Bæði!
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Vakna mjög snemma
En það skemmtilegasta?
Eins og er þá er það Miss Universe æfingarnar, að hitta stelpurnar mínar
Hvað heldurðu að komi fólki mest á óvart við þig?
Hvað ég er rosa feimin.
Hvaða lag syngur þú í sturtu/í bílnum?
Because you loved me Celine Dion.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Búin að ná mínum markmiðum og vera búin að koma af stað samtökum fyrir fólk að glíma við andlega heilsu sína.